Fræðsluhornið 17. desember 2019

Bók um bý

Vilmundur Hansen

Bókin Bók um bý minnir okkur á hversu mikilvægar býflugur eru í hringrás náttúrunnar og hversu stóru hlutverki þær gegna í fæðuframleiðslu heimsins.

Bókin er í stóru broti og njóta því einstakar og glæsilegar myndir hennar sér vel. Í bókinni er að finna hafsjó af skemmtilegum fróðleik um býflugur og blómin og lífríkið.

Rakin er saga býflugna og hunangsframleiðslu og sagt frá býflugnabúum, vinnusemi flugnanna, dansi og mörgu öðru áhugaverðu.

Bók um bý er eftir sömu höfunda, Piotr Socha og Wojciech Grajkowski, og Bók um tré sem kom út hjá Sögur útgáfu á síðasta ári og vakti mikla athygli. Ljóst er að nýja bókin mun ekki síður vekja athygli þeirra sem heilluðust af fyrri bók höfundar.
 

Erlent