Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórólfur Sveinsson, bóndi og fyrrum formaður LK, stiklar á stóru í sögu Bændahallarinnar og fjallar um árin á milli 1972 og 2006. Á myndinni er Bændahöllin í byggingu í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar.
Þórólfur Sveinsson, bóndi og fyrrum formaður LK, stiklar á stóru í sögu Bændahallarinnar og fjallar um árin á milli 1972 og 2006. Á myndinni er Bændahöllin í byggingu í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar.
Á faglegum nótum 6. apríl 2021

Bændahöll breytist og stækkar

Höfundur: Þórólfur Sveinsson

Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda eru eigendur Bændahallarinnar. Báðir aðilar hafa veitt stjórn Bændahallarinnar heimild til að undirbúa og hefja stækkun hússins, en stjórnin telur aðstæður ekki heppilegar og bíður átekta, ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur er til aðstoðar. Árið 1976 rennur út leigusamningur við Flugfélag Íslands um fjórðu hæð Bændahallarinnar og er ákveðið að innrétta þar hótelherbergi. Hótel Saga tapar stundum, en oftar er hagnaður.

Heimild eigenda Bændahallarinnar til að reisa viðbyggingu við Bændahöllina var bundin nokkrum skilyrðum. Þar á meðal var að innlent fjármagn fengist vegna framkvæmdanna, og að ekki mætti veðsetja eldri bygginguna. Árið 1977 átti stjórn Bændahallarinnar viðræður við lánastofnanir og stjórnvöld um fjármögnun viðbyggingar. Í kjölfar þeirra viðræðna óskaði stjórn Bændahallarinnar eftir því að eigendur féllu frá þessum skilyrðum. Búnaðarþing samþykkti þetta með 15 atkvæðum gegn 8, og aðalfundur Stéttarsambands bænda samþykkti með 33 atkvæðum gegn 13.

Árið 1981 fer að komast skriður á undirbúning viðbyggingar.

Framkvæmdaár 1982 til 1986

Árið 1982 er látið til skarar skríða með viðbyggingu við Hótel Sögu. Segja má að framkvæmdum hafi lokið 1986. Mikil framkvæmd og glæsileg, nær tvöföldun á húsrými en kostaði sitt.

Kyrrt að kalla 1987 til 1992

Stækkað hótel festir sig í sessi, og skrifstofurými á þriðju hæðinni er þokkalega nýtt. Sum árin er afkoman mjög erfið, önnur ár er hún skárri. Hlutafélagið Gildi hf. hafði verið með veitingareksturinn á leigu frá 1982, en varð gjaldþrota 1988, urðu af því nokkur leiðindi. Hótelið tók sjálft við veitingunum á nýjan leik.

Ýmislegt í gangi 1993 til 2005

Árið 1993 var gerð sú grundvallar­breyting að stofnað var Hlutafélagið Hótel Saga hf. um eignarhaldið á Bændahöllinni, að undanskildum þeim sérskráðu 12,08% sem BÍ og SB áttu áfram, sem var skrifstofuhúsnæði, þörf og löngu tímabær breyting. En nú ríkti bjartsýni og árið 1994 keypti Hótel Saga hf. eitt stykki Hótel Íslandi hf. 

Þá bar og til tíðinda að árið 1999 var gerður samningur við Radisson SAS hótelkeðjuna um samstarf.

Þessi ár var nokkur umræða um að selja hótel Bændasamtakanna, eignirnar voru skráðar á sölu og menn ræddu málin.

Alvara lífsins, eiga eða selja 2006?

Það bar til um þessar mundir að kauptilboð kom í Bændahöllina alla og Hótel Ísland ehf.

Búnaðarþing var kallað saman til aukafundar í janúar 2006. Niðurstaðan var sú að tilboðinu var hafnað, 36 sögðu nei, 13 sögðu já.

Umfjöllun skrásetjara

Bændahöllin var tekin í notkun 1962. Bygging hennar var að stórum hluta fjármögnuð með fé sem innheimt var sem skattur á söluvörur landbúnaðarins í gegnum búnaðarmálasjóð, (gjarnan nefnt Bændahallarskattur), og með fjármagni úr byggingasjóðum Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda.

Í ljósi þessa var það eðlilegt og nauðsynlegt skilyrði Búnaðarþings og aðalfundar Stéttarsambands bænda að Bændahöllin yrði ekki veðsett vegna hótelbyggingar. Vissulega var ein hæð viðbyggingarinnar tekin undir skrifstofuhúsnæði, en það var ekki aðaltilgangurinn með þessari framkvæmd, þó svo nokkur not yrðu fyrir skrifstofurnar. Þörf fyrir aukið skrifstofurými er ekki nefnd við afgreiðslu málsins 1972, og þetta kemur einnig skýrt fram í viðtölum frá þessum tíma við Gunnar Guðbjartsson og Konráð Guðmundsson. Það má merkilegt heita hversu hljótt var um þá grundvallarbreytingu að fella þennan mikilvæga fyrirvara brott, en það var gert árið 1977, raunar gengið svo langt að ekki var sett þak á hugsanlega veðsetningu. Þarna gerðu samtök bænda alvarleg mistök, og líklega var viðbyggingin við Bændahöllina misráðin framkvæmd, skuldir vegna hennar hafa æ síðan fylgt eins og skugginn.

Einhverjar efasemdir voru um réttmæti aukinna umsvifa Bændasamtakanna í hótelrekstri eins og gerðist með kaupunum á Hótel Íslandi hf. árið 1994. Fljótt á litið verður ekki séð að tap hafi verið á þessum kaupum.

Næstum því frá byggingu Bændahallarinnar voru uppi raddir um að selja hluta hennar, eða fá fleiri að rekstrinum. Árum saman voru Bændasamtök Íslands hálfvolg í afstöðu sinni til þess hvort ætti að selja eða eiga. Eignirnar voru skráðar til sölu, en kannski ekki mikil alvara að baki eða áhersla á að viðskipti næðust.

Einn sjáanlegur árangur varð þó af þessari umræðu. Það gátu spunnist líflegar deilur um skiptingu líklegs hagnaðar af hugsanlegri sölu.

Síðan kemur fyrsta alvöru tilboðið árið 2006, en því var hafnað. Þeir sem töluðu og unnu gegn tilboðinu færðu fram nokkur rök fyrir sinni afstöðu. Skrásetjari er sannfærður um að stoltið var það einstaka atriði sem mestu réð um að tilboðinu var hafnað. Bændahöllin er glæsilegt hús á góðum stað, nafn hússins er tengt bændastéttinni, þetta var hús sem fulltrúarnir vildu að bændurnir ættu áfram, Höll bændanna.

En nú var stutt í mikil tíðindi, efnahagshrunið beið handan við hornið og það breytti öllu um fjárhag Bændahallarinnar og Hótel Sögu.

Hótel Saga eins og hún lítur út í dag.  Mynd / HKr.

 

Í mars 2021,
Þórólfur Sveinsson

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...