Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blesa undir kerruaktygjum. Á fyrri hluta síðustu aldar var hverju búi nauðsynlegt að eiga aktygi, gjarnan nokkur.
Blesa undir kerruaktygjum. Á fyrri hluta síðustu aldar var hverju búi nauðsynlegt að eiga aktygi, gjarnan nokkur.
Á faglegum nótum 22. mars 2022

Að smíða aktygi

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Í starfi búnaðarskólanna fyrstu áratugina var mikið lagt upp úr notkun hesta við bústörfin, einkum þó jarðyrkju. Á fyrstu árum íslensku skólanna, 1880-1890, voru kerrur lítt þekktar, og það sama átti við um hestaverkfæri eins og plóga og herfi.

Þegar þau verkfæri bárust til landsins voru aktygi mikilvægur fylgibúnaður – búnaður til þess að miðla dráttarafli hestanna til hins dregna verkfæris. Aktygi, einnig nefnd búningur, gegndu því eiginlega sama hlutverki og aflúttak á nútíma dráttarvél.

Saumhestur, ásamt klemmu í sama skyni, úr vinnustofu nemenda á Hvanneyri; til mikils hagræðis við leðursaum og aðra leðurvinnu vegna aktygjasmíði.

Aktygin, eins og síðast tíðkuðust, komu að segja má með hinum „nýju“ verkfærum. Fyrir þann tíma voru notaðir reiðingar eða hnakkar við dráttarbúnað fyrir sleða, skrifaði Broddi Jóhannesson í sinni góðu bók, Faxi (1947). Sveinn búfræðingur Sveinsson birti rækilega lýsingu á aktygjum (kerruaktygjum), sem hann taldi vel henta íslenskum hestum, í Leiðarvísi sínum um ný landbúnaðarverkfæri árið 1875. Fyrirmynd þeirra var norsk.

Í smiðjunni hans Torfa Bjarna­sonar í Ólafsdal kynntust skólapiltar smíði aktygja. Hún var hluti af verkfærasmíðinni gagnmerku, sem þar var stunduð. Hundruð aktygja á plóghesta voru smíðuð þar og tugir kerruaktygja, samtals nokkuð á fjórða hundrað. Þau bárust síðan út um land, m.a. með nemendum Ólafsdalsskólans og þannig kynnti Torfi íslenskum bændum aktygi.

Þegar Hvanneyrarskóli hóf störf vorið 1889 voru þangað komin tvenn aktygi frá Noregi, hermdu blaðafregnir, en Sveinn búfræðingur og skólastjóri hafði trú á hinni norsku aktygjagerð. Síðar var smíði aktygja einnig kennd við skólann um áratuga skeið. Til dæmis smíðuðu nemendur hvers árs á árunum 1918-1936 að meðaltali tólf aktygi; flest voru það kerruaktygi.

Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsa­felli mun hafa verið í einum síðasta námshópnum á Hvanneyri sem lærði aktygjasmíði, en hann brautskráðist vorið 1946. Guðmundur Jóhannesson frá Herjólfsstöðum í Álftaveri, þá ráðsmaður á Hvanneyri, kenndi smíðina. Þorsteinn sagði m.a. að allir hefðu þurft að skila sínum aktygjum til prófs síðari námsveturinn:

Við fengum járnbogann yfir herða­kambinn smíðaðan en skyldum gera tréspaðana sjálfir. Við saumuðum leður og settum aktygin öll saman. Til voru þeir sem fengu hjálp herbergisfélaganna á síðustu stundu til að klára smíðarnar. Prófdómari í öllum námsgreinum var Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka. Var sagt að hann dæmdi aktygin eftir því hve vel klafarnir voru stoppaðir.

Guðmundur á Hvítárbakka hafði lengi notað vinnuhesta við jarðyrkjustörf og fleiri búverk, og vissi því betur en flestir hvaða kröfur ætti að gera til góðra aktygja.

Smíði aktygja reynir, rétt eins og söðlasmíði, á fjölbreytta iðn, eins og fram kom hjá Þorsteini. Klafana þurfti að smíða haganlega úr góðum viði, helst eik, og bólstra þá vandlega; boga, hringi o.fl. úr járni með eldsmíði, og síðan var það fjölbreytt leðurvinnan. Aktygjasmíði var því einkar lærdómsríkt verknámsefni á sínum tíma, rétt eins og smíði rúllugreipar, flokkunargangs fyrir sauðfé eða pressu fyrir rúlluplast er búfræðinema á Hvanneyri í dag – á árinu 2022.

Skylt efni: búfræðsla | aktygi

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...