Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kverkeitlabólga í sænsku hrossi.
Kverkeitlabólga í sænsku hrossi.
Á faglegum nótum 22. febrúar 2016

Förum varlega eftir að hafa verið innan um búfé erlendis

Höfundur: Þorsteinn Ólafsson, stöðvardýralæknir Nautastöðvar BÍ Hesti
Nú er verið að vara við kverkeitlabólgu í hrossum, vegna þess að slíkur faraldur geisar í Svíþjóð (http://mast.is/frettaflokkar/frett/2016/01/27/Varnir-gegn-kverkeitlabolgu-i-hrossum/ ). 
 
Af því tilefni vil ég minna á að það leynast víða erlendis sjúkdómar í búfé sem ekki eru hér á landi og  geta borist hingað ef óvarlega er farið.
 
Í nýjustu útgáfu af Acta Veterinaria Scandinavica er birt grein þar sem fjallað er um afleiðingar lungnasýkingar af völdum Bovine respiratory syncytial virus, BRSV í uppeldisstöð fyrir naut í Noregi í janúar 2011. (Thea Blystad Klem og samstarfsfólk.)
 
Mér er ekki kunnugt um að hér á landi séu vandamál vegna lungnasjúkdóma í nautgripum, en slíkir sjúkdómar valda töluverðu tjóni erlendis. 
 
Á árunum 2004 til 2006 var gerð rannsókn á útbreiðslu BRSV í Noregi (T. B. Klem og samstarfsfólk). Rannsakaðar voru 134 hjarðir tvisvar sinnum með 6 mánaða millibili. Hjarðirnar voru metnar jákvæðar ef eitt dýr á aldrinum 150–365 daga reyndist með mótefni gegn BRSV sem benti til þess að hjörðin hefði verið jákvæð á undanförnu ári. Jákvæðar hjarðir voru 34% og 41% í fyrri og seinni sýnatöku. Breytileiki var talsverður milli landsvæða. Af hjörðum sem voru neikvæðar urðu 42% jákvæðar í seinni sýnatöku og af þeim sem voru jákvæðar í fyrri umferð urðu 33% neikvæðar í seinni sýnatöku. Sjúkdómurinn virðist ekki vera mjög smitandi vegna þess að það fundust ósýkt bú í nágrenni við sýkt bú.
 
Þessi grein fjallaði ekki um tjón vegna BRSV en í greininni í nýjustu útgáfunni af Acta Vet. Scand. kemur í ljós að af 265 nautum sem voru frá þriggja til þrettán mánaða sáust sjúkdómseinkenni frá öndunarfærum hjá þremur af hverjum fjórum nautum. Þessi einkenni voru frá rennsli úr nösum og augum, hósta mæði, hita, deyfð og lystarleysi til stuna með öndun með opinn munn, teygðan háls og dauða. Fjórtán gripir drápust eða var lógað. Áður en sjúkdómurinn braust út hafði helmingurinn af gripunum verið bólusettur með bóluefni geng öndunarfærasýkingum þar með talið BRSV.
 
Fimmtíu og sex gripir fengu lyfja­gjöf í upphafi sem fyrst og fremst var fyrirbyggjandi vegna mögulegra bakteríusýkinga.
 
Niðurstaðan var að BRSV hafði áhrif á vaxtargetu nautanna í nokkra mánuði eftir að þau sýktust.  Áhrifin voru mest hjá dýrum sem veiktust alvarlega en það voru marktæk áhrif einnig á dýr sem sem sýndu væg eða engin sjúkdómseinkenni, þrátt fyrir fullan bata að því virtist.
 
Þess verður að geta að blóðsýni sýndu að hluti gripanna sem veiktust voru líka með mótefni gegn BCoV (bovine corona virus) og BPIV3 (bovine parainfluenza virus type 3). Lungnasýkingar sem geta tengst þessum veirum eru Mannheimia haemolytica og Pastaurella bakteríur sem hér á landi tengjast lungnapest í sauðfé. Þær fundust í tveimur dýrum sem voru krufin. 
 
Þetta minnir okkur á að það er aldrei of varlega farið þegar farið er í heimsókn til bænda í öðrum löndum. Það á að vera meginregla að fara ekki inn í gripahús fyrr en liðnir eru tveir sólarhringar frá því að verið var innan um búfé erlendis. Fatnað og skó verður alltaf að þvo og sótthreinsa.
 
Heimildir:
Thea Blystad Klem, Hans Petter Kjæstad, Eiliv Kummen, Hallstein Holen og Maria Stokstad. Bovine respiratory syncytial virus outbreak reduced bulls’ weight gain and feed conversion for eight months in a Norwegian beef herd. Acta Veterinaria Scandinavica 2016 58:8
Klem TB, Gulliksen SM, Lie KI, Løken T, Østerås O, Stokstad M. Bovine respiratory syncytial virus: infection dynamics within and between herds. Vet Rec. 2013;173:476. 

Skylt efni: sjúkdómar í búfé

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...