Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Hér er listakonan Sigríður Jóna Kristjánsdóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem var mjög áhugasamur um verk hennar á sýningunni í Tré og list.
Mynd / MHH
Líf og starf 23. september 2022

Forsetinn heiðraði Siggu á Grund

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti bæinn Forsæti í Flóahreppi nýlega, þar sem hjónin og ábúendurnir Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson kynna sýninguna Tré og list í gamla fjósinu.

Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að heiðra listakonuna Siggu á Grund, eins og Sigríður Jóna Kristjánsdóttir útskurðarmeistari er jafnan kölluð.

Einn allra færasti útskurðarmeistarinn

Sigga er einn allra færasti útskurðarmeistari landsins en mikið af verkum hennar er til sýnis í Tré og list. Sigga gekk um salinn með Guðna Th. og
sýndi honum verkin sín og svaraði spurningum forsetans.

Greinilegt var á viðbrögðum Guðna að hann var yfir sig hrifinn af verkum Siggu og safninu í Forsæti, sem rekið er af miklum myndarskap.

Sigga fékk riddarakross frá forsetanum 2010 fyrir framlag sitt til þjóðlegrar listar.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...