Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, ásamt kröfuhörðum kokkum Okura Hotelsins í Tokyo.
Fréttir 24. október 2019

Forseti Íslands á lambakjötskynningu í Tókýó

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, tók þátt í kynningu á íslensku lambakjöti í Tókýó höfuðborg Japans í heimsókn sinn ásamt frú Elizu Reid til landsins til að vera viðstödd krýn­ing­ar­hátíð Naru­hito Jap­an­skeis­ara.

Okura Hotel, Tokyo er eitt þekktasta hótel Japans, en íslenskt lambakjöt verður framvegis á boðstólum á frönskum veitingastað hótelsins Nouvelle Epoque.

Það að kjötið verði á boðstólum á hótelinu þykir mjög gott skref í kynningu og sölu á íslensku lambakjöti í Japan enda kokkar hótelsins gríðarlega kröfuharðir á öll aðföng.

Með forseta í för var einnig Jón Atli Benediktsson rektor HÍ og Friðrik Sigurðsson yfirkokkur utanríkisráðuneytisins. Í heimsókninni hitti Forseti meðal annarra Shinzo Abe forsætisráðherra, Tadamori Oshima forseta fulltrúadeildar japanska þjóðþingsins, Yasuhiro Yamashita formann japönsku Ólympíunefndarinnar og ásamt fleirrum.

Síðasti viðburður í dagskrá forseta var móttaka íslenska sendiherrans Elínar Flygenring í sendiráði Íslands í Japan í dag 24.október, þar sem eingöngu íslenskt hráefni var á boðstólum, fiskur, hrossa- og lambakjöt, fyrir um 150 gesti.

Ferð forseta lýkur á morgun föstudag 25.október.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...