Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Í deiglunni 13. febrúar 2023

Formannsskipti hjá nautgripabændum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nýr formaður búgreinadeildar NautBÍ verður kjörinn á búgreinaþingi.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egils­stöðum, mun ekki gefa kost á sér til áfram­haldandi for­mannssetu.

Hún ætlar áfram að vinna að hagsmunum bænda sem Bændasamtakanna en ætlar að láta öðrum eftir að sinna forystu nautgripabænda.

Í áramótapistli sínum til nautgripabænda sagði Herdís Magna að verkefni næsta formanns og stjórnar verði að fylgja eftir áherslum búgreinarinnar í næstu endurskoðun búvörusamninga.

„Hvet ég þau sem koma til með að sitja í samninganefnd um endurskoðun búvörusamninga til þess að hlusta á bændur og forsvarsfólk þeirra. Mikilvægt er að fara með opnum hug inn í endurskoðunina og muna að endurskoðun var upphaflega hugsuð til að sníða agnúa af samningnum en ekki kollvarpa þeim,“ segir Herdís m.a. í pistli sínum.

Einnig kemur þar fram að innleiðing á kyngreindu sæði sé augljóst næsta stóra skref búgreinarinnar nú í kjölfar innleiðingar erfðamengisúrvals.

Herdís Magna hefur setið í stjórn Landssambands kúabænda í rúm sex ár og var kjörinn formaður þess árið 2020.

Skylt efni: Búgreinaþing

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...