Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fór á kajak
Mynd / Aðsend
Fólkið sem erfir landið 7. september 2020

Fór á kajak

Tara Kristín er 11 ára fótboltastelpa sem fæddist á Ísafirði í maí árið 2009. Tara Kristín bjó á Patreksfirði fyrstu 7 árin en hefur síðan búið á Bifröst, í Kaup­mannahöfn og er nú nýflutt til Reykjavíkur.

Tara Kristín er listræn og hefur gaman af því að teikna og mála og eru ófá verkin eftir hana á heimilinu. Hún er elst fjögurra systkina sem getur stundum tekið á en að hennar sögn er það nú samt oftast gaman.

Nafn: Tara Kristín Aronsdóttir.

Aldur: 11 ára.

Stjörnumerki: Naut.

Búseta: Reykjavík.

Skóli: Háteigsskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, sund og frímínútur.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur.

Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.

Uppáhaldshljómsveit: Hatari.

Uppáhaldskvikmynd: Mean Girls.

Fyrsta minning þín? Þegar við fjölskyldan og amma Stína gistum á Laxárbakka á meðan við biðum eftir því að Emil Tindri, yngri bróðir minn, fæddist.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð­færi? Ég æfi fótbolta og spilaði einu sinni á píanó.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna í fatabúð þegar ég verð stór.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er að fara í stærstu vatnsrennibrautina í Lalandia í Danmörku.

Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er búin að gera margt skemmtilegt. Ég fór vestur á Patró en þar fór ég til dæmis á kajak, í sund og fékk síðan að vera ein hjá Diddu frænku í nokkra daga.

Næst » Ég skora á vin minn, Guðna Geir, að svara næst.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...