Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fögur framtíðarsýn
Mynd / Gunnar Vigfússon
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælastefnu fyrir Ísland.

Drögin samanstanda af tíu meginköflum. Í fyrsta kaflanum, Grunnur að matvælastefnu, kemur fram að rætur þeirra draga, sem voru kynnt á þinginu, nái aftur að útgáfu á stefnunni Matarauðlindin Ísland, matvælastefna Íslands til 2030 – sem kom út í desember 2020.

Í kaflanum Leiðarljós íslenskrar matvælaframleiðslu kemur fram að á Íslandi sé framleitt mikið magn matvæla sem sé mikilvægt með tilliti til allra lykilhagstærða, eins og landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá sambærileg samfélög séu jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu og Ísland. Landið sé ríkt af auðlindum sem gerir það að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda. Forsendur séu fyrir hendi að byggja velsæld þjóðarinnar áfram á sjálfbærri nýtingu auðlinda, meðal annars til matvælaframleiðslu og til að þróa áfram nýjar framleiðslugreinar.

Matvælaframleiðslan árið 2040

Í kaflanum Framtíðarsýn fyrir árið 2040, eru dregin fram tíu atriði sem eiga að endurspegla þá stöðu sem uppi verður á þeim tíma í matvælaframleiðslu á Íslandi. Þau eru sett fram með það að leiðarljósi að Ísland verði í fremstu röð ríkja í framleiðslu hágæða matvæla.

  1. Ísland er í fremstu röð ríkja í gæðum framleiddra matvæla.
  2. Framleiðsla sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda stenst öll viðmið um sjálfbærni nýtingar og hefur vísindi vistkerfis nálgunar og varúðar að leiðarljósi.
  3. Full nýting afurða er tryggð í virðiskeðju matvælaframleiðslu.
  4. Matvælaframleiðsla er kolefnishlutlaus og kolefnisjöfnun byggir á náttúrumiðuðum lausnum sem samræmast alþjóðlegum skuldbindingum.
  5. Matvælaöryggi stendur á traustum stoðum og öll framleiðsla miðar að heilbrigðu umhverfi, heilsu fólks og heilbrigði dýra.
  6. Fæðuöryggi er tryggt. Komið hefur verið á fót skipulagi sem tryggir nauðsynlegar lágmarksbirgðir matvæla í landinu á hverjum tíma, sem og aðföng til framleiðslunnar.
  7. Framleiðsla er arðbær og tryggir byggðafestu og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu.
  8. Ákvarðanir um nýtingu lifandi auðlinda taka jafnan mið af samfélagsgæðum, jöfnuði óháð efnahag, kyni, uppruna og búsetu, og hag heildarinnar í efnahagslegu tilliti.
  9. Menntun í matvælatengdu námi mætir þörfum atvinnulífsins og markaðarins. Starfsmenn innan matvælageirans hafa hæfni og getu til að takast á við áskoranir og tækifæri framtíðarinnar í matvælaframleiðslu.
  10. Rannsókna- og nýsköpunarstarf hefur mælanlega aukið sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun matvælaframleiðslu. Ísland er með leiðandi hlutverk í hugviti og tæknibreytingum tengt sjálfbærri matvælaframleiðslu.
Aðgerðamiðaðar stefnur

Tilgreint er í kaflanum um framtíðarsýnina, að til að hún geti orðið að veruleika verði annars vegar settar fram aðgerðamiðaðar stefnur í einstökum málaflokkum matvælaframleiðslunnar, þar sem aðkoma stjórnvalda er skilgreind nánar, og hins vegar verður árlega lögð fram aðgerðaráætlun á grunni stefnunnar – þvert á málaflokka.

Aðrir kaflar draganna fjalla um sjálfbærni matvælaframleiðslu, umhverfis- og loftslagsmál, samfélag og byggðamál, fæðu- og matvælaöryggi, þarfir neytenda, rannsóknir og nýsköpun.

Á þinginu voru efnisatriði meginkaflanna rædd á örmálstofum og mun matvælaráðuneytið svo vinna úr þeirri umræðu áður en matvælastefnan verður sett í Samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfarið verður unnin þingsályktunartillaga um matvælastefnu og hún lögð fyrir Alþingi.

Drög að matvælastefnu fyrir Ísland eru aðgengileg í gegnum vef Stjórnarráðs Íslands, stjr.is.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...