Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Flugumýrarhvammi.
Frá Flugumýrarhvammi.
Mynd / Aðsend
Skoðun 16. ágúst 2021

Fögnum fjölbreytileikanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Það er virkilega upplífgandi og hvetjandi að verða vitni að þeim fjölbreytileika sem einkennir sveitir landsins. Óhætt er að segja að sveitin blómstri, í orðsins fyllstu merkingu, sé litið til kúabænda og blómafjóssins að Flugumýrarhvammi í Skagafirði. Á hverjum bæ eru athafnamiklir bændur sem margir hverjir láta sér ekki nægja að sinna bústörfunum einum saman heldur dunda sér við ýmislegt annað þegar næði gefst til. Sköpunarkrafturinn dafnar í sveitinni og á sér engin takmörk, hvort sem bændur eru að skapa og framleiða fyrir heimilisfólkið eða til að fara út og sigra hinn stóra heim með hugvit sitt og framleiðslu.

Einnig er áhugavert að sjá alla þá hliðarorku sem sprettur út frá hefðbundnum búskap, þegar bændur fara nýjar leiðir og skapa aukið virði fyrir bú sín, hvort sem er við framleiðslu á nýjum vörum, í ferðaþjónustu eða með uppákomum og ferðum sem boðið er upp á. Þá er mikilvægt að almenningur og ferðamenn gefi sér tíma til að staldra við og njóta þess fjölbreytileika sem er á boðstólum. Það eru þó ekki eingöngu bændur á landsbyggðinni sem leggja sig alla fram við að virkja kraftinn sem svo víða er að finna, heldur einnig íbúar sem taka sér margt misjafnt fyrir hendur. Jafnvel flytjast borgarbörnin út á land og byrja með nýja og áhugaverða hluti sem allir sveitungar og ferðalangar njóta góðs af. Það er gott að finna afdrep, geta tyllt sér niður, staldrað við og spjallað við heimamenn. Unna sér í núinu.

Síðan fögnum við allri nýliðun í landbúnaði og þeim fjölbreytileika sem yngri kynslóðir koma inn með. Við sjáum einmitt dæmi þess hér í blaðinu. Ungt fólk úr höfuðborginni sem hefur hafið útiræktun í Hrunamannahreppi og sett nýja vöru á markað í sérhönnuðum umbúðum, íslenskar og eldrauðar nýuppteknar radísur. Því er jafnframt ánægjulegt að sjá að opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í greininni en markmið þess er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti. Það er von mín að sem flestir áhugasamir sæki um og að með nýju fólki komi jafnvel nýjar áherslur á bújörðum landsins. Fleiri styrkir og stuðningur sem komið hefur verið á undanfarin ár ættu jafnframt að geta orðið fleirum hvatning til að hugsa út fyrir rammann og prófa nýjungar. Alltaf er þörf fyrir gott fólk í hverja stétt.

Margbreytileikinn er nefnilega nauðsynlegur til að halda við lífi og störfum í byggðum landsins. Það auðgar hverja sveit að geta boðið upp á úrval af svæðisbundnu íslensku hráefni og menningu á hverjum stað. Þá er mikilvægt að öll tannhjólin í ferlinu virki saman og að nægileg hvatning og stuðningur sé fyrir hendi til að ýta undir frumleikann og framkvæmdagleði þess sem í hlut á. Það er ávinningur fyrir allt samfélagið að hafa lifandi byggðir þar sem hver og einn fær notið sín og að við hin fáum að hafa not af þeirri marghæfni sem fulltrúar landsbyggðarinnar hafa yfir að bjóða.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...