Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir varnarlínur var breytt.

Breytingin felur í sér að ekki þarf lengur að sækja um leyfi fyrir flutningnum. Aftur á móti gildir enn að sérstök rannsókn skuli fara fram á heilbrigði þeirra gripa sem flytja á milli varnarhólfa, sbr. 25. gr. dýrasjúkdómalaga (nr. 25/1993). Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurbjörgu Ólöfu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun.

Þessi rannsókn á heilbrigði getur farið fram á tvennan hátt. Annars vegar er hægt að hafa samband við hlutaðeigandi héraðsdýralækni og fá samþykki hans fyrir flutningnum. Hins vegar er hægt að ráðfæra sig við sjálfstætt starfandi dýralækni/ dýralækni búsins og fá hjá honum vottorð um heilbrigði gripanna sem síðan er hægt að framvísa til starfsmanna Matvælastofnunar við eftirlit ef þeir óska eftir því.

„Sérstaklega er horft til stöðu garnaveiki á því svæði sem flytja skal frá og hvort veiruskita eða aðrir smitsjúkdómar séu í gangi á svæðinu. Ekki er til þess ætlast að sérhver gripur sé skoðaður heldur að horft sé til söluhjarðarinnar sem heildar,“ segir í tilkynningunni.

Ef smitsjúkdómar eru til staðar er alltaf mest hætta á smiti frá dýri til dýrs og smitvarnir eru aldrei of hátt skrifaðar.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...