Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó
Mynd / Nanna Steina Höskuldsdóttir
Fréttir 5. janúar 2022

Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó

Höfundur: Ritstjórn

Um 200 heyrúllur fóru á haf út við bæinn Höfða, rétt við Raufarhöfn, þegar mikil flóðbylgja gekk þar á land á mánudaginn.

Í pistli Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, bónda á Höfða, á Facebook-síðu hennar kemur fram að sjávarstaða hafi verð mjög há og miklar öldur þegar flóðbylgjan kom upp með allra fjörunni við bæinn. Fóru hún yfir þjóðveginn og tók með sér allskonar timbur, girðingar og rekavið á leiðinni upp og hrifsaði svo með sér stóran hluta af heyrúllunum á bakaleiðinni.  

„Rétt tæplega 200 rúllur fóru á haf út, aðrar rúllur sem ekki fóru út velktust um á planinu og götuðust talsvert, fyrir utan tvær stæður sem hreyfðust ekki.

Við eigum góða granna þá Helga Árna og Árna Gunnars sem komu og hjálpuðu okkur að bjarga því sem bjargað varð, og svo var Auðunn okkar sem betur fer ekki farinn í skólann eftir jólafrí og stóð vaktina eins og svo oft áður. Rúllum endurpakkað fram á kvöld, í góðu og stilltu veðri.

Dagurinn í dag hefur farið í það að hreinsa plast og rusl og er af nógu að taka og verður það sjálfsagt verkefni næstu vikur og mánuði. Svo kemur bara í ljós hvort það verður í lagi með það hey sem endurpakkað var, en sleppur vonandi að mestu.

Hér á árum áður stóð rúllustæðan neðan við hlöðuna og áður var laust hey inní hlöðunni. Við útbjuggu þetta rúllustæði sem rúllurnar stóðu á núna fyrir 5 árum, nú lítur út fyrir að það þurfi að fara ofar í landið eða gerir aðrar ráðstafanir. En í desember 2019 kom sjór upp að vegi en það var ekkert í líkingu við þetta og þekkist ekki í manna minnum svona lagað hér,“ segir Nanna Steina í pistli á Facebook-síðu sinni.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...