Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó
Mynd / Nanna Steina Höskuldsdóttir
Fréttir 5. janúar 2022

Flóðbylgja tók með sér um 200 heyrúllur út á sjó

Höfundur: Ritstjórn

Um 200 heyrúllur fóru á haf út við bæinn Höfða, rétt við Raufarhöfn, þegar mikil flóðbylgja gekk þar á land á mánudaginn.

Í pistli Nönnu Steinu Höskuldsdóttur, bónda á Höfða, á Facebook-síðu hennar kemur fram að sjávarstaða hafi verð mjög há og miklar öldur þegar flóðbylgjan kom upp með allra fjörunni við bæinn. Fóru hún yfir þjóðveginn og tók með sér allskonar timbur, girðingar og rekavið á leiðinni upp og hrifsaði svo með sér stóran hluta af heyrúllunum á bakaleiðinni.  

„Rétt tæplega 200 rúllur fóru á haf út, aðrar rúllur sem ekki fóru út velktust um á planinu og götuðust talsvert, fyrir utan tvær stæður sem hreyfðust ekki.

Við eigum góða granna þá Helga Árna og Árna Gunnars sem komu og hjálpuðu okkur að bjarga því sem bjargað varð, og svo var Auðunn okkar sem betur fer ekki farinn í skólann eftir jólafrí og stóð vaktina eins og svo oft áður. Rúllum endurpakkað fram á kvöld, í góðu og stilltu veðri.

Dagurinn í dag hefur farið í það að hreinsa plast og rusl og er af nógu að taka og verður það sjálfsagt verkefni næstu vikur og mánuði. Svo kemur bara í ljós hvort það verður í lagi með það hey sem endurpakkað var, en sleppur vonandi að mestu.

Hér á árum áður stóð rúllustæðan neðan við hlöðuna og áður var laust hey inní hlöðunni. Við útbjuggu þetta rúllustæði sem rúllurnar stóðu á núna fyrir 5 árum, nú lítur út fyrir að það þurfi að fara ofar í landið eða gerir aðrar ráðstafanir. En í desember 2019 kom sjór upp að vegi en það var ekkert í líkingu við þetta og þekkist ekki í manna minnum svona lagað hér,“ segir Nanna Steina í pistli á Facebook-síðu sinni.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...