Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Fréttir 26. mars 2020

Fleiri sveitarfélögum boðið að borðinu í umræðum um sameiningu í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatns­­sýslu hittust á dög­unum á fundi með ráðgjöfum RR-ráðgjafar sem eru þeim innan handar í viðræðum um hugsanlega samein­ingu sveitarfélaga í sýslunni.

Fram kemur í fundargerð að ráðgjafar telji að ýmis atriði þurfi að rýna betur áður en lengra er haldið. Fram kom á fundinum að sveitarstjórn Skagastrandar hafi óskað eftir því að unnið yrði að því að finna samhljóm og sameiginlega meginhagsmuni á svæðinu. Þá hefur komið fram ósk frá sveitarstjórn Húnavatnshrepps um að mörkuð verði stefna varðandi framtíðarverkefni á Húnavöllum ef skólahald þar leggst af.

Sjö sveitarfélög eru í dag í Vestur- og Austur-Húna­vatnssýslum, en Skagaströnd klýfur þar sveitarfélagið Skagabyggð í tvennt. Nú er rætt um þann möguleika að þau sameinist öll í eitt sveitarfélag. 

Í tengslum við umræðuna á fund­inum vakti Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitar­félagsins Skaga­strandar, máls á því að mikilvægt væri að komast að niðurstöðu um meðferð þeirra fjármuna sem Sveitarfélagið Skagaströnd á. Í kjölfarið sköpuðust um­ræður um möguleika á því að tryggja að fjármunirnir yrðu nýttir til uppbyggingar á innviðum á Skagaströnd sem myndu þó nýtast svæðinu öllu til góða.

Einnig urðu á fundinum umræður um hvort kanna ætti áhuga fleiri sveitar­félaga á þátttöku í samein­ingar­viðræðum og var borin upp tillaga um að bjóða Húna­þingi vestra, Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi formlega að viðræð­unum og var hún samþykkt. 

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...