Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar á Tröllaskaga. Hrúturinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar á Tröllaskaga. Hrúturinn á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar.
Fréttir 17. nóvember 2020

Fleiri riðutilfelli á Tröllaskaga

Samkvæmt frétt á heimasíðu Matvælastofnunar hefur riðusmit verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár.

Matvælastofnun ítrekar að flutningar fjár innan Tröllaskagahólfs og frá hólfinu eru bannaðir. Matvælastofnun hvetur bændur til þess vera vakandi fyrir einkennum riðuveiki í kindum sínum og hafa þá samband við héraðsdýralækni sem sér til þess að sýni séu tekin. Einnig er bændum bent á að hafa samband vegna sýnatöku úr fé sem drepst eða er aflífað sökum slysa eða annarra sjúkdóma. Sýnatakan er bændum að kostnaðarlausu.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...