Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Flateyjarbúið í Austur-Skaftafellssýslu.
Flateyjarbúið í Austur-Skaftafellssýslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Höfundur: MÞÞ / HKr. 

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, hefur ákveðið að skipta rúmlega 2.000 hektara landi Flateyjarjarðarinnar í tvær jarðir.

Garðar Garðarsson, lögmaður hjá Landslögum, segir að við það verði annars vegar til um það bil 600 hektara stór jörð á ræktuðu landi og á þeim parti standi þau mannvirki sem eru á jörðinni. Sá jarðarhluti mun áfram bera nafn Flateyjar og þar verður áfram stundaður hefðbundinn búskapur.

Skinneyjar-Þinganes keypti Flateyjarbúið 2013

Flateyjarbúið komst í eigu útgerðar-félagsins Skinneyjar-Þinga-nes hf. árið 2013 og hefur síðan verið í eigu dótturfélags þess, Selbakka ehf. Þar var byggt upp nýtt og mjög nýtískulegt um 4.700 fermetra fjós og er það nú eitt stærsta kúabú landsins með um 200 mjólkandi kýr. 

Staðan var neikvæð og hlutafé stóraukið árið 2020

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í júlí 2020 hefur búið verið rekið með tapi undanfarin ár og nam það samanlagt 411 milljónum á árunum 2017 og 2018. Þá var eigið fé orðið neikvætt um 386,9 milljónir í árslok 2019. Félagið var að sögn blaðsins í verulegri skuld við móðurfélag sitt Skinney-Þinganes, eða sem nam tæpum 1,3 milljörðum króna í árslok 2019. Á síðasta ári var gripið til þess ráðs að auka hlutafé um 800 milljónir króna, eða úr 170 milljónum í 970 milljónir. 

Nú hafa eigendur Selbakka stofnað dótturfélag, Flateyjarbúið ehf., um þennan rekstur. Að stærstum hluta er Flateyjarbúið áfram í eigu Selbakka og annars félags sem leggur því til sérfræðikunnáttu, en Fóðurblandan, sem er í eigu KS og dótturfélaga þess, á þar einnig óverulegan hlut.

Hentugt að gera kúabúið að sérstakri efnahagslegri einingu

Hinn partur jarðarinnar er að sögn Garðars um 1.400 hektarar að stærð og hefur enn ekki endanlega verið fest niður hvert heiti þeirrar jarðar verður þó vissulega hafi komið fram hugmyndir. „Það er enn verið að vinna að undirbúningi landsskiptanna,“ segir Garðar. 

Áform um uppgræðslu 

Selbakki ehf., sem á einnig jarðirnar Einholt og Haukafell, er með frekari áform um uppgræðslu á þessum þremur jörðum. Meðal annars af þeim sökum þótti það hentugt að gera rekstur kúabúsins að sérstakri efnahagslegri einingu.  

„Það er von okkar sem að þessum rekstri koma að Flatey verði áfram höfuðból á Mýrum og eitt af flaggskipum íslensks landbúnaðar,“ segir Garðar. 

Skylt efni: Flatey á Mýrum

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f