Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Elva Björk Guðmundsdóttir í hlutverki Mary og Margrét Kristjánsdóttir í hlutverki Vickie.
Elva Björk Guðmundsdóttir í hlutverki Mary og Margrét Kristjánsdóttir í hlutverki Vickie.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 2. maí 2025

Flæktur í netinu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt elsta áhugaleikfélag landsins setur nú á fjalirnar einn af gamanleikjum Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð.

Í þessum ágæta farsa fá áhorfendur að fylgjast með leigubílstjóra nokkrum og fjölskyldum hans. Í fleirtölu, já, því leigubílstjórinn lifði nefnilega tvöföldu lífi árum saman – þar sem tvær konur og börn með báðum komu við sögu! Um ræðir sjálfstætt framhald leikritsins vinsæla Með vífið í lúkunum þar sem sagan hefst. Nú er staðan þó þannig að sonur leigubílstjórans úr öðru sambandinu kynnist dótturinni úr hinu og leynilegur lífsmáti leigubílstjórans því í húfi. Þetta er farsi af bestu gerð enda Ray Cooney ekki þekktur fyrir annað og vandi að sjá hvernig hægt er að rekja úr flækjunni.

Formaður leikfélagsins, Sigurlaug Ingimundardóttir, segir að flestir þekki væntanlega leikritið undir nafninu „Með táning í tölvunni“ en þau hafi fengið leyfi þýðanda til að breyta því í Flæktur í netinu, þótti það eiga betur við. Æfingaferlið gekk vel þó páskahátíðin hafi aðeins truflað – enda koma um 30 manns að leiksýningunni þó einungis sjö standi á sviði. „Þegar maður talar um leikhóp heldur fólk oft að bara sé verið að tala um leikarana, en það eru ótalmörg verkefnin sem þarf að leysa til þess að setja verk á svið. Sviðsmynd, búningar, förðun, hljóð og ljós eru meðal þess sem vega þungt og ættu því allir sem áhuga hafa að drífa sig í að vera með,“ segir Sigurlaug.

Áætlaðar sýningar eru dagana 2., 4., 6. og 7. maí kl. 20:00, sýningin á laugardeginum 3. maí er kl. 15:00, sýnt verður í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og miða er hægt að nálgast á www.tix.is.

Árni Jónsson í hlutverki Stanley.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...