Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjórir snillingar
Menning 21. október 2024

Fjórir snillingar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði.

Í fréttatilkynningu segir að bókin hafi að geyma persónuþætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargarlæk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld.

Bókin er fáanleg hjá höfundi.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...