Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit leggur áherslu á ræktun mislits fjár. Þar mæta menn með mislitt fé á árlega sýningu þar sem dómar eru felldir og verðlaun eru veitt og annað skemmtilegt á sér stað.
Fjárræktarfélagið Litur í Holta- og Landsveit leggur áherslu á ræktun mislits fjár. Þar mæta menn með mislitt fé á árlega sýningu þar sem dómar eru felldir og verðlaun eru veitt og annað skemmtilegt á sér stað.
Á faglegum nótum 5. janúar 2021

Fjölbreytileiki íslenska sauðfjárins

Höfundur: Páll Imsland

Nú eru hrútarnir nýbúnir eða í óðaönn að efna í lömb næsta vors. Hvað þá kemur skemmtilegt og fallegt er ekki gott að segja en hitt er víst að í íslenska fjárstofninum býr mikil erfðafjölbreytni sem ugglaust mun skila sér í vor eins og hingað til. Fjölbreytileikinn í litum og ullargerð er mikill og margir fjáreigendur eru farnir að láta sig litina og ullargæðin meiru varða en verið hefur. 

Ullarverð ætla ég ekki að ræða en ullargæði og fjölbreytileiki eru vaxandi áhugamál framleiðenda og notenda afurðanna. Spunakonur og annað ullarvinnslufólk er á höttunum eftir breytilegum litum og gæðum. Gæðum í því bandi sem hægt er að framleiða og selja á tímum túrisma og litum sem lýsa náttúru stofnsins og sem hægt er að lita með klókindum í enn fleiri afbrigðum. 

Grámórauður botnóttur ungur hrútur horfir á framtíðina, Litningur frá Hellu.

Sauðfjárbúskapur á undir högg að sækja en er borinn uppi af kröftugu fólki sem lætur ekki deigan síga þá móti blási og pyngjan bólgni ekki. Margt af þessu fólki er ódrepandi áhugafólk um fjölbreytileikann sem í stofninum býr og lætur sig ekki muna um að halda honum við og spila á hann þó enginn fitni af því. 

Þessi umfjöllun þjónar þeim tilgangi að rifja þennan fjölbreytileika aðeins upp, gefa dæmi um hann og hvetja til enn meiri árangursviðleitni á þessu sviði. Í fjölbreytilekanum felst auður en hann er að vísu ekki alltaf jafn öruggur í hendi. Hann er tvenns konar í eðli sínu. Annars vegar er sá auður sem mölur og ryð fá að vísu grandað en veitir bæði ánægju og gagn þeim sem með hann höndla hverju sinni. Hins vegar er sá auður sem til lengri tíma litið lúrir í fjölbreytilegu genasafni stofnsins og kynslóðum okkar ber að hlúa að og varðveita handa framtíðinni til nota.

Páll Imsland

20 myndir:

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.