Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vegagerðin ber ábyrgð á þjónustusamningum um almenningssamgöngur á landi og þar hafa tekjur dregist mikið saman mikið og mest í apríl. /Mynd H.Kr.
Vegagerðin ber ábyrgð á þjónustusamningum um almenningssamgöngur á landi og þar hafa tekjur dregist mikið saman mikið og mest í apríl. /Mynd H.Kr.
Fréttir 28. maí 2020

Fjármagn til almenningssamgangna milli byggða aukið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur tryggt auknar fjárveitingar til almenningssamgagna milli byggða. Aukinn stuðningur er sagður nauðsynlegur til að bæta rekstraraðilum almenningssamgangna upp tekjutap í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Stuðningurinn nær til þjónustu sem nýtur þegar styrkja frá ríkinu, en um er að ræða siglingar Herjólfs, flug Ernis og Norlandair og akstur almenningsvagna milli byggða. Einnig verður Isavia bætt tekjutap á innanlandsflugvöllum og ferðir Baldurs um Breiðafjörð tryggðar í sumar.

Rekstrargrundvöllurinn brostinn

Í tilkynninu frá ráðuneytinu er haft eftir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að legið hafi fyrir fyrir að rekstrargrundvöllurinn væri brostinn. „Það stefndi í algjört óefni og að mínu mati og óhjákvæmilegt að bregðast við ástandinu. Það eru margir sem treysta alveg á þessa þjónustu svo eru landsmenn að leggja af stað inn í frábært ferðasumar innanlands. Þessir hlutir verða bara að vera í lagi.“

Mikilvægt að viðhalda samgöngum

„Það er afskaplega mikilvægt að viðhalda öflugum almenningssamgöngum fyrir almenning og atvinnulíf um land allt. Raunar má telja að mikilvægi þeirra aukist enn frekar í framhaldi af faraldrinum og að fleiri muni kjósa að nýta sér þjónustu almenningsvagna, ferja og flug á ferðum sínum,“ segir Sigurður Ingi.

Vagnar, flug og ferjur

Vegagerðin ber ábyrgð á þjónustusamningum um almenningssamgöngur á landi og þar hafa tekjur dregist mikið saman mikið og mest í apríl. Búist er við talsvert minni tekjum í sumar vegna fækkunar ferðamanna um landið. Samhliða stuðningi verður þjónustustig metið og leitað leiða til að draga úr kostnaði í samráði við einstaka rekstraraðila.

Flugfélagið Ernir flýgur á Bíldudal, Gjögur og Höfn á grundvelli þjónustusamnings við Vegagerðina. Til að bregðast við fækkun farþega hefur ferðum einnig verið fækkað á áfangastaðina. Sama gildir um flug Norlandair sem flýgur til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Grímseyjar á grundvelli þjónustusamnings við Vegagerðina. Þar hefur einnig verið gripið til hagræðingaraðgerða með því að fækka ferðum á einstaka áfangastaði.

Siglingar Herjólfs til Vestmannaeyja og Baldurs um Breiðafjörð verða styrkt sérstaklega í sumar vegna fækkunar ferðamanna í kjölfar faraldursins. Rekstur Herjólfs hefur verið þungur í faraldrinum og tíðni ferða verður löguð að eftirspurn í sumar. Ferjan Baldur siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms og þjónar Flatey í Breiðafirði. Ferjan hefur einnig fengið stærra hlutverk í flutningum milli byggða vegna minni strandsiglinga.

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...