Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fislétt húfa í göngutúrinn
Hannyrðahornið 19. júní 2023

Fislétt húfa í göngutúrinn

Höfundur: Hjördís Þorfinnsdóttir

Þessari er gott að stinga í vasann þegar það verður of heitt í veðri

Húfan Heiða

Stærð: M – L

Efni: Einfaldur Þingborgarlopi 40 gr.

Prjónastærð: Hringprjónn 40 sm langur nr. 3.5 og 5.5

Húfan er prjónuð í hring, garðaprjón, ein umf. slétt og ein brugðin.

Svo er líka hægt að prjóna hana fram og til baka, þá þarf ekki að prjóna brugðnar lykkjur, en í staðinn þarf að sauma hana saman að loknu prjóni.

Húfan:
Fitjið upp 88 lykkjur á prjón nr 3.5. Prjónið 11 sm. Skiptið yfir á prjón nr 5.5 og prjónið u.þ.b. 9-10 sm.

Þá byrjar úrtaka.
Prjónið 9 lykkjur, prjónið 2 lykkjur saman. Endurtakið út umferðina, alls er tekið úr 8 X á hringnum.

Gott er að merkja þar sem úrtakan er. Takið úr í annarri hverri umf. þar til 16 lykkjur eru eftir á prjóninum, takið þær saman í kollinn og gangið frá endum.

Þvoið húfuna í höndunum við 30 °C með mildu þvottaefni eða sjampói og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...