Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fiskeldiskvíar í Reyðarfirði. Mynd / EKG.
Fiskeldiskvíar í Reyðarfirði. Mynd / EKG.
Fréttir 27. apríl 2020

Fiskeldið hefur haldið sjó

Höfundur: Guðjón Einarsson

„Ef marsmánuður er skoðaður sýnist okkur að fiskeldið hafi nokkurn veginn haldið sjó í þessum hremm­ingum. Útflutnings­verð­mæti laxaafurða frá Íslandi í mars nam um 2,8 milljörðum króna sem er nálægt 25% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það er auðvitað mjög ánægjulegt, en ég held samt að hægt sé að fullyrða að ef áhrifa farsóttarinnar hefði ekki gætt hefði aukningin orðið ennþá meiri,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sem vinnur að fiskeldismálum hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.

Með harðfylgi

„Það hefur útheimt mikið harðfylgi og útsjónarsemi að koma fiskinum út á markaðina og yfirstíga þær hindranir sem mætt hafa mönnum þar, en þó má segja að þetta hafi í meginatriðum gengið upp. Neikvæðu tíðindin eru hins vegar þau að verðið á laxinum hefur lækkað talsvert mikið á þessum eina mánuði.  Að vísu ber þess að geta að markaðsverð á laxi var sögulega séð mjög hátt mánuðina á undan. Oftast hefur verðið haft tilhneigingu til að lækka eftir jólin en það hélst hátt lengur í ár en áður, sem sýnir að þegar til lengri tíma er litið er eftirspurn eftir laxaafurðum sterk og góð og helst í hendur við þá framleiðslu sem verið hefur. Það segir sig hins vegar sjálft að lokun veitingahúsa og annarra matsölustaða hefur mikil áhrif á söluna og sömuleiðis er ljóst að kaupmáttur í helstu markaðslöndunum hefur minnkað mikið og algjörlega óljóst hvenær úr rætist. Það eru því miklir óvissutímar fram undan,“ segir Einar.

Áætlanir um eldi óbreyttar

Að sögn Einars hefur sá lax sem áður fór til veitingahúsa verið seldur inn á aðra markaði í Evrópu þar sem hann er unninn í annars konar afurðir. Fram kom í máli hans að fiskeldisfyrirtækin hérlendis myndu ekki breyta sínum áætlunum um framleiðslumagn á árinu þrátt fyrir þetta ástand. Þegar komið væri fram á þennan árstíma væri jafnan minna í eldiskvíunum en á öðrum tímum árs og svo hefðu framleiðendur þann kost að ala fiskinn lengur en ella ef erfitt væri að koma honum á markað á hefðbundnum tíma. En þetta væru auðvitað ráðstafanir til skemmri tíma.

Áætlað hafði verið að eldisframleiðslan yrði 30–32 þúsund tonn á þessu ári samanborið við um 25 þúsund tonn í fyrra. Sú áætlun hefur ekki verið endurskoðuð. Áætlað verðmæti laxaafurða í ár var 25 milljarðar króna á móti 19 milljörðum á síðasta ári.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f