Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ í keppninni.
Sýnishorn tekið úr Feyki 24+ í keppninni.
Mynd / Facebook-síða keppninnar
Líf og starf 22. apríl 2022

Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimsmeistarakeppni osta fór nýlega fram í Wisconsin í Bandaríkjunum en íslenskur ostur var í fyrsta sinn á meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn. Það var osturinn Feykir 24+ frá Kaup­félagi Skagfirðinga.

Mikil natni er lögð í framleiðslu á Feyki 24+ og tekur allt ferlið meira en 24 mánuði en það er tíminn sem hann þarf til að ná sínum einstöku eiginleikum í áferð og bragði. „Það telst stórsigur í þessari keppni að lenda í 8. sæti á fyrsta þátttökuári og er því um að ræða stórkostlegan árangur fyrir íslenska ostagerð, en allir ostarnir eru verðugir fulltrúar heimsmeistaratitilsins. Þarna eru mjólkurfræðingar og ostameistarar sem hafa stúderað þessa keppni og eru með mikinn fjölda osta og mjólkurvara ár hvert,“ segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Heimsmeistarakeppnin er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 ríkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur. Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.

Mynd frá heimsmeistarakeppni osta en hér eru dómarar að fara yfir ostana. Feykir 24+ varð í 8. sæti, sem er glæsilegur árangur enda Skagfirðingar að rifna úr monti með ostinn sinn. Það vakti mikla athygli að fá íslenskan ost í keppnina. Myndir / Facebook-síða keppninnar

Skylt efni: íslenskir ostar

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...