Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið
Á faglegum nótum 4. júní 2021

Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið

Höfundur: Guðbjörg Jónsdóttir

Á aðalfundum aðildarfélaga Bændasamtakanna, sem haldnir hafa verið að undaförnu, hafa tillögur að nýju félagskerfi landbúnaðarins verið til umfjöllunar. Tillögurnar byggja á samþykkt Búnaðarþings 2021 sem haldið var í mars. Samkvæmt þeim liggur fyrir að félagsmenn verði með beina aðild að Bændasamtökunum með eitt félagsgjald til hagsmunagæslunnar.

Á aukabúnaðarþingi, sem haldið verður 10. júní er stefnt á að stíga skrefið til fulls og samþykkja nýtt fyrirkomulag félagskerfis bænda sem tekur gildi 1. júlí. Kerfið byggir á tvennu:

  1. Fjölda félagsmanna í hverri búgrein.
  2. Veltu hverrar búgreinar.

Þann 1. júlí næstkomandi verð­ur innheimt félagsgjald samkvæmt breyttu veltutengdu, þrepaskiptu gjaldi fyrir mánuðina júlí-desember gangi áform sameiningar eftir. Nú er komið að því að bændur geta skráð umfang og eðli síns rekstrar inni á Bændatorginu þar sem búið er að opna sérstakt skráningareyðublað. Félagsmenn eru hvattir til að ganga frá skráningunni sem fyrst.

Allir greiðendur félags­gjaldsins þurfa að skrá veltu­tölur í sinni búgrein samkvæmt framtali síðasta árs af landbúnaðar­starfsemi. Í þeim tilfellum þar sem félagsmenn stunda fleiri en eina búgrein er farið fram á að þeir skipti veltunni hlutfallslega á viðkomandi greinar.

Þær upplýsingar sem félags­menn gefa upp um veltuna eru nýttar til að finna út það veltuþrep sem að reksturinn fellur undir og er félagsgjaldið innheimt samkvæmt því.

Dæmi: Blandað bú með kýr og sauðfé með 60 m.kr. veltu af landbúnaði án vsk. Skiptingin er 50/10, viðkomandi fellur undir veltuþrep í gjaldskránni 60- 64,9 m.kr. þar sem árgjaldið er 375 þ.kr. eða 187 þ.kr. fyrir seinni hluta ársins 2021.

Hvaða veltu á að skrá?

Upplýsingar um veltu eru samkvæmt framtali 2020, sem er velta ársins 2019. Miðað er við það rekstrarár, m.a. vegna þess að þeir sem eru með rekstur í félögum eru með framtalsskil í september.

Bent er á að gefa skal upp veltu af allri landbúnaðarstarfsemi, þar með talið beingreiðslur og styrki, án virðisaukaskatts. Undanskildir eru styrkir vegna landbótaverkefna, þar sem styrkir eru ætlaðir til að mæta útlögðum kostnaði.

Hlunnindi þarf að meta í hverju tilfelli og hefur t.d. æðarrækt verið flokkuð sem landbúnaðarstarfsemi, en ekki rekaviður.

Ef miklar sveiflur eru á tekjum búsins milli ára, þá er heimilt að miða við meðaltal þriggja síðustu rekstrarára. Bændasamtaka Íslands

Tekjur, sem eru ekki af beinni landbúnaðarstarfsemi, eru ekki teknar með, sem dæmi um það er: 

  • Söluhagnaður af seldum vélum.
  • Þjónustutekjur, s.s. vegna verktöku, námskeiðshalds og annars sem má skilgreina sem þjónustu.
  • Leigutekjur af landi, veiði, húsnæði o.fl.
  • Tryggingabætur og styrkir vegna tjóna, s.s. frá Bjargráðasjóði og vegna riðuniðurskurðar.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Bændasamtakanna bondi.is eða í síma 563-0300.

Guðbjörg Jónsdóttir
verkefnastjóri

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...