Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Farfuglar breiða með sér fuglaflensu.
Mynd / Josiah Nicklas
Utan úr heimi 2. desember 2024

Faraldur í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórnvöld í Evrópu hafa aukið viðbúnað vegna fjölgunar tilfella fuglaflensu.

Útbreiðsla fuglaflensu hefur aukist í byrjun vetrar þar sem villtir farfuglar bera veiruna með sér. Smitefnin geta komist í snertingu við alifugla, en í Austurríki hefur þurft að skera niður 200 þúsund fugla vegna útbreiðslu sóttarinnar á stóru búi. Herinn var kallaður til vegna umfangs aðgerðanna, en koma þurfti upp sótthreinsilaugum til þess að hreinsa vinnuvélar og tæki á búinu. Frá þessu greinir Poultry World.

Í Frakklandi hefur verið greint frá sex tilfellum fuglaflensu á alifuglabúum, tveimur hjá fuglum í haldi og hefur sóttin greinst hjá tíu villtum fuglum sem hafa drepist. Frönsk stjórnvöld hafa þrýst á bólusetningu alifugla, en veiran hefur samt sem áður greinst á tveimur búum þar sem fuglarnir hafa verið sprautaðir.

Í byrjun nóvember greindist fuglaflensa á bresku kjúklingabúi með 20.000 fuglum. Það er fyrsta tilfelli flensunnar í alifuglarækt þar í landi síðan í febrúar á þessu ári. Breskir alifuglabændur eru hvattir til að grípa til aðgerða til þess að verja fuglana sína. Talið er mjög líklegt að villtir fuglar verði fyrir barðinu á veikinni en á fuglabúum þar sem sóttvarnir eru í lagi er áhættan lítil.

Faraldurinn er sérstaklega skæður í Ungverjalandi, en þar var greint frá 30 tilfellum í fyrstu viku nóvembermánaðar. Flest tilfellin voru hjá foie-gras framleiðendum með endur eða gæsir í sunnanverðu og austanverðu landinu.

Skylt efni: fuglaflensa

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f