Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands.
Fréttir 14. janúar 2021

Fallið frá verðbreytingu til lækkunar á verði nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur endurmetið forsendur verðlækkunar á nautgripum sem átti að taka gildi 18. janúar næstkomandi og ákveðið að falla frá lækkuninni.

Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur­félags Suðurlands, segir að staða á kjötmarkaði sé erfið og miklar birgðir til. „Birgðir af dilkakjöti í lok nóvember voru 900 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Það eru ekki til opinberar upplýsingar um nautakjötsbirgðir í landinu þar sem afurðastöðvarnar gefa þær ekki upp.“
Hann segir að í heildina sé samdráttur á kjötmarkaði og að heildarneysla á kjöti í landinu hafi minnkað og innflutningur á nautakjöti líka í tengslum við COVID-19.

Steinþór segir að ákvörðun SS um að draga verðbreytinguna til baka byggi á mörgum ólíkum forsendum. „Svona ákvörðun byggir á mörgum ólíkum þáttum eins og rekstrarleg staða, væntingar um þróun á markaði og að sjálfsögðu skipta viðhorf bænda máli líka og svo skipta menn um skoðun ef forsendur breytast. Okkar skoðun núna, eftir að hafa endurmetið forsendurnar, er að falla frá verðbreytingunni,“ segir Steinþór.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...