Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fallegur og hlýlegur kragi
Hannyrðahornið 24. janúar 2023

Fallegur og hlýlegur kragi

Höfundur: Margrét, Þingborg

Þennan fallega kraga má nota við ýmis tækifæri; til þess að halda á sér hita, upp á punt eða jafnvel bæði.

Stærðir: S M-L

Efni og áhöld:

Þingborgarlopi og litað Þingborgarband 70 gr tvöfaldur lopi í aðallit

15 gr tvíband litur 1
12 gr tvíband litur 2
8 gr tvíband litur 3
20 gr tvöfaldur lopi litur 4
2 tölur

Ef notaður er lopi frá Ístex verður að gæta að prjónafestu,ekki er sami grófleiki á honum og á Þingborgarlopanum og bandinu.

Hringprjónar nr 5, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta:
15l og 25umf í sléttu prjóni = 10x10cm

Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er.

Kraginn:

Fitjið upp á langa prjóninn 176-184 l í lit 1. Prjónið 4 umf brugðnar, eða prjónið þær slétt og snúið svo við svo hin hliðin snúi út. Prjónið mynstur 1 eftir teikningu og takið úr eins og sýnt er. Endið á einni umf í aðallit og takið úr til viðbótar jafnt yfir umferðina svo eftir verði 74-82 l. Prjónið í aðallit mynstur 2 fram og til baka og setjið 2 hnappagöt á annan boðunginn með því að slá upp á prjóninn og prjóna síðan 2 lykkjur saman strax á eftir. Fyrstu 4 og 4 síðustu lykkjurnar eru garðaprjón. Prjónið 8-9 sm og endið á 4 umf sl með lit 1, fellið af frekar laust. Gangið frá öllum endum og setjið tölurnar á hinn boðunginn til móts við hnappagötin.

Þvottur:

Þvoið kragann í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel, kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....