Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Líf og starf 23. nóvember 2020

Fallegt, fræðandi og fjölskylduvænt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum undarlegu tímum þegar erlendir ferðamenn láta ekki sjá sig þá þurfa mörg fyrirtæki að breyta um áherslur og aðlagast breyttum aðstæðum. Hespuhúsið í Ölfusi er opin jurta­litunarvinnustofa þar sem gestir geta komið og kíkt í jurtalitunarpottana, fræðst um gamalt handverk og keypt jurtalitað band.

Guðrún Bjarnadóttir náttúru­fræðingur, sem rekur Hespuhúsið, segir að í ár hafi gestagangur verið rólegri og þá hafi gefist tími til að koma gamalli hugmynd í framkvæmd en það var jurtalitapúsluspil sem er fræðslupúsluspil.

Þúsund bita púsl

„Púsluspilið er 1.000 bita púsl og myndin er af jurtalituðum bandhnyklum sem litaðir hafa verið í Hespuhúsinu. Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi. Púslið sjálft er í fallegum poka og fræðsluefnið og púslið eru svo í kassa. Púslbitarnir eru óhefðbundnir en þeir eru mjög misjafnir í lögun sem eykur skemmtunina því þá má leita að bitum eftir lit og lögun.

Púsl eru sígild

Guðrún segir að mikill áhugi sé fyrir púslus­pilinu enda sameini það svo margt sem varð vinsælt á COVID-19 tímum eins og prjónaskap og púsl og svo tenging þess inn í gamlar hefðir og náttúrunýtingu sem vaknaði eftir bankahrunið.

Púsluspilið er allt í senn falleg, fræðandi og fjölskylduvæn jólagjöf. Verkefnið var styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga sem veitti átaksstyrki vegna COVID-19 sem nefndust Sóknarfæri ferðaþjónustunnar.

Hægt er að panta og fá upplýsingar um spilið á www.hespa.is

Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.