Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alltaf jafn gaman að þuklinu.
Alltaf jafn gaman að þuklinu.
Líf og starf 2. nóvember 2022

Fallegt fé á degi sauðkindarinnar

Höfundur: Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn hátíðlegur 1. október síðastliðinn á Hellu. Fjöldi fólks mætti með lömb til sýningar og voru 80 gimbrar dæmdar og 50 hrútar en bændum var leyfilegt að koma með fé af svæðinu milli Þjórsár og Markarfljóts. Þeir Pétur og Sigurður Anton dæmdu lömbin fyrir RML og voru lömbin falleg og stiguðust vel. Athygli vakti að langflest lömbin voru með yfir 30 mm bakvöðva en það var lágmarkið fyrir að fá að taka þátt. Margt fólk kom síðan til að vera við sýninguna og sjá fallegt fé og varð hátíðin hin besta. Áhugasamir fengu að taka á lömbunum og finna vöðvafyllingu og ullargæði með hinu heimsfræga „hrútaþukli“. Heyrðist á fólki að það sé alltaf toppurinn að fá að finna fyrir sjálfan sig og meta saman við sín eigin lömb. Fjölmargir styrktu daginn með framlögum og fyrirtæki gáfu gjafir í happdrætti sem alltaf er gríðarlega vinsælt. Verðlaunin voru handmáluð listaverk eftir Gunnhildi Jónsdóttur frá Berjanesi en myndirnar hennar eru fágætar að gæðum og gaman að fá slík verðlaun til að hengja upp heima hjá sér.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Kollóttir hrútar:
1. sæti nr 95 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

2. sæti nr 137 frá Fellsmúla, eigandi Sigurjón Bjarnason.

3. sæti nr 745 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi.

Hyrndir hrútar:
1. sæti nr 730 frá S-Úlfsstöðum, eigandi Sigríkur Jónsson.

2. sæti nr. 2001 frá Raftholti, eigandi Sigurjón Hjaltason.

3. sæti nr. 2054 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt. Djúpadal

Kollóttar gimbrar:
1. sæti nr 63 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

2. sæti nr. 38 frá Álfhólum, eigandi Sara Ástþórsdóttir.

3. sæti nr 27 frá Árbæ, eigandi Guðmundur Bæringsson.

Hyrndar gimbrar:
1. sæti nr. 2259 frá Hreiðri, eigandi Hjalti Sigurðsson.

2. sæti nr. 57 frá Teigi, eigandi Félagsbúið Teigi.

3. sæti nr 2029 frá Djúpadal, eigandi Lilja og Benedikt, Djúpadal.

Við þökkum öllum sem komu og gerðu daginn eins góðan og hann varð en ekki síður þeim sem styrktu hátíðina. Það voru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Aurasel, Bílaverkstæðið Rauðalæk, Fóðurblandan, Hellismenn ehf., Lava 47, Lífland, Midgard, Skálakot, Sláturfélag Suðurlands, Teigur Fljótshlíð, Valdís, Hvolsvelli og Uppspuni Smáspunaverksmiðja.

6 myndir:

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...