Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Færri dráttarvélar seldar í Evrópu
Utan úr heimi 19. maí 2023

Færri dráttarvélar seldar í Evrópu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtals voru næstum 215.000 dráttarvélar skráðar í þrjátíu löndum Evrópu árið 2022. Þar af voru 59.300 undir 50 hestöflum og 155.700 yfir 50 hestöflum.

Samtök evrópska landbúnaðarvélasala, CEMA, áætla að 165.200 af heildarfjölda traktora selda á árinu séu landbúnaðartæki. Restin eru farartæki sem geta farið í sama tollflokk og dráttarvélar, eins og fjórhjól. Á bak við þessar tölur liggja gögn frá 30 Evrópulöndum, þ.m.t. ESB-löndin, Bretland, Ísland, ásamt nokkrum Austur- Evrópulöndum, að Rússlandi og Úkraínu undanskildum. Frá þessu er greint í samantekt CEMA.

Samdráttur ársins 2022 var 8,7 prósent samanborið við 2021. Síðarnefnda árið var salan sú besta um árabil. CEMA fullyrðir að árið 2022 hefði orðið metár í dráttarvélasölu ef ekki hefði verið fyrir truflanir á aðfangakeðjum. Þar spila helst inn í langvarandi áhrif vegna Covid-19 heimsfaraldursins, sem voru gerð verri með innrás Rússa í Úkraínu á liðnu ári. Af þessu hafa hlotist tafir og hækkað verð á hrávörum og íhlutum.

Seinkanir framleiðslu minnkuðu eftir því sem leið á árið. Vegna óvenjumikillar eftirspurnar hjá kaupendum eru biðlistar eftir afhendingu dráttarvéla enn langir. Fyrir faraldur máttu kaupendur vænta þess að fá dráttarvélar afhentar á tveimur til þremur mánuðum. Nú eru biðlistarnir minnst hálft ár og birgðir vélasala í Evrópu með minnsta móti.

Mestur var samdrátturinn í sölu á dráttarvélum undir 130 hestöflum, eða 15,2 prósent milli 2021 og 2022.

Á móti kemur að 3,7 prósent aukning var í sölu á traktorum yfir 130 hestöflum. 39 prósent seldra dráttarvéla falla í síðarnefnda stærðarflokkinn. CEMA hefur þann varnagla á að vegna afhendingartafa og seinkana getur verið að þessar tölur gefi ekki rétta mynd af raunverulegum óskum og þörfum kaupenda.

Nálægt 40 prósent allra nýrra dráttarvéla í tölum CEMA voru seldar í Frakklandi og Þýskalandi. Samdráttur var í flestum löndum Vestur-Evrópu, á meðan aukning var hjá nokkrum af Norðurlöndunum og Austur-Evrópu.

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...