Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fæðuöryggi - Marghliða hugtak um mat
Líf og starf 4. desember 2020

Fæðuöryggi - Marghliða hugtak um mat

Höfundur: ghp

Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Þetta er skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) frá árinu 1996 og segir allt sem segja þarf þegar spurt er: Hvað er fæðuöryggi? Á næstu vikum mun Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður fjalla um fæðuöryggi í nokkrum hlaðvarpsþáttum á Hlöðunni.

Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður.

„Áhugi á matjurtarækt og sjálfbærni heimilisins fékk mig ofan í þá kanínuholu sem þessir þættir mínir eru afsprengi af. Ég hef velt fyrir mér hversu hátt hlutfall af mat heimilisins ég gæti raunhæft borið í hús frá ætigarðinum mínum og gert smá tilraunir til þess. Ég hef líka velt fyrir mér matvælum sem Íslendingar flytja inn, en gætu kannski mögulega ræktað og framleitt hér á landi sjálfir. Það er ótrúlega gaman að sjá frumkvöðla þróa og framleiða nýjungar, sjá eldhuga byggja upp vistræktargarða, það er jafn rosalega áhugavert að hverfa aftur til fortíðar og sjá að það er ekki meira en ein kynslóð síðan við vorum í raun sjálfbærari en við erum í dag. En handan útópískrar hugmyndar um Ísland sem sjálfbæra matarkistu minnir hvimleiður raunveruleikinn okkur á að við erum eyland á norðurhjara veraldar. Við erum hluti af heimi og háð aðflutningi, við erum rúm 300.000 einstaklingar í heimi sem þarf að fæða 7 billjónir. Loftslagsbreytingar, pólitík, viðskipti, heimsfaraldrar, allt hefur þetta áhrif. Ég ætla að gera atlögu að því að tækla öll þessi mál á sem aðgengilegastan hátt í þáttunum,“ segir Guðrún Hulda sem fær til sín fjölda viðmælenda sem á einn eða annan hátt tengjast fæðuöryggi.

Í þáttunum hyggst hún m.a. fjalla um þætti fæðukeðjunnar frá landbúnaðarframleiðslu, matvælavinnslu, flutninga og verslun og neyslu.

Það sem sagan kennir okkur

Hún fer einnig ofan í sögu fæðuöryggis í íslenskri fjölmiðla­umræðu en í þau fáu skipti sem fjallað var um fæðuöryggi í fjölmiðlum á síðustu öld var það oftast einn maður, dr. Björn Stefánsson, sem mundaði pennann.

„Ég er sannfærður um, að yfirleitt þyrfti ekki nema nokkurra mínútna mál til að skýra þetta fyrir útlendingi, svo að hann skildi, að það væri óvitaskapur að nýta ekki gæði landsins til að tryggja fæðuöryggi. Það er stutt að líta til Grænlands. Þar er lítil sem engin fóðurræktun og engar mjólkurkýr og ekki garðyrkja. Þar þyrfti ekki langa stöðvun aðdrátta til að fólk yrði hungurmorða. Það er óvitaskapur að gera sér ekki grein fyrir þessu,“ segir Björn m.a. í aðsendri grein í Tímanum árið 1991.

Í forvitni sinni fletti Guðrún Hulda upp dr. Birni í símaskránni og hringdi í hann. Það varð úr að hann arkaði til hennar í Bændahöllina og þáði kaffispjall sem heyra má í fyrsta þættinum.

Matvælastefna kynnt

Vopnfirðingurinn Kári Gautason búfjárerfðafræðingur ræddi um fæðuöryggi frá fjölbreyttum hliðum í öðrum þætti hlaðvarpsins.

Samræður spunnust meðal annars um eldsneyti og orkugjafa, laukrækt, tilgátur að smáforritum, danska verslunarhegðun og birgðastöður einstaklinga og þjóðar. Tilefni samtalsins var vinna verkefnahóps, sem Kári sat í, um mótun matvælastefnu fyrir Ísland, sem hefur verið í mótun síðustu misserin. Stefnunni er ætlað að flétta saman málefni matvæla þverfaglega og fjallar hún um tengsl þeirra við lýðheilsu, byggðarmál og stöðu neytenda sem og samspili matvælaframleiðslu og loftslagsbreytinga um leið og henni er ætlað að efla ímynd Íslands sem matvælalands.

Formaður verkefnahópsins, Vala Pálsdóttir, mun kynna efni stefnunnar í hlaðvarpinu samhliða útgáfu hennar.

Fæðuöryggi kemur út aðra hverja viku og má hlusta á þættina á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is sem og á öllum helstu streymisveitum.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...