Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pólitíkusar um allan heim virðast hver um annan þveran vera að stökkva á þann vagn þar sem vetnisvæðing er eins konar töfraorð um lausn á þeirri hamfarahlýnun sem sögð er yfirvofandi. Skiptir þá engu máli þó þjóðir þeirra hafi litla sem enga getu til að framleiða vetni með vistvænum hætti.
Pólitíkusar um allan heim virðast hver um annan þveran vera að stökkva á þann vagn þar sem vetnisvæðing er eins konar töfraorð um lausn á þeirri hamfarahlýnun sem sögð er yfirvofandi. Skiptir þá engu máli þó þjóðir þeirra hafi litla sem enga getu til að framleiða vetni með vistvænum hætti.
Fréttir 27. september 2021

ESB hefur tekið ákveðna stefnu í vetnisvæðingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Búist er við að vetni muni gegna lykilhlutverki í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Varðar það samgöngur, iðnað, húshitun og geymslu á orku. Iðnaðar-, rannsókna- og orkumálanefnd Evrópuþingsins (ITRE) samþykkti frumkvæðisskýrslu um vetnisstefnu ESB í mars 2021.

Evrópusambandið hefur því tekið ákveðna stefnu í að stórefla vetnisframleiðslu og notkun. Þar er samt takmörkuð geta til að framleiða vetni með endurnýjanlegum orkugjöfum og þess vegna hafa þjóðir eins og Þjóðverjar verið að horfa til Íslands. Íslenska þjóðin gæti mögulega hagnast á því í framtíðinni svo lengi sem hún heldur yfirráðum sínum yfir vatns- og jarðhitaorkuauðlindunum.

Í þessari samþykkt kemur fram að vetni sem framleitt er með raforku sem unnin er með endurnýjanlegum orkugjöfum sé enn ekki eins samkeppnishæf og vetni framleitt úr jarðgasi. Nokkrar rannsóknir sýna að ESB orkukerfi, sem inniheldur verulegt hlutfall af vetni og endurnýjanlegum lofttegundum (metangasi) væri hagkvæmara en það sem byggir á framleiðslu með grænni orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Rannsóknir og nýsköpun í iðnaði í vetnisinnleiðingu er forgangsverkefni ESB og fær verulegt fjármagn frá ESB með rammaáætlunum rannsókna. Vetnisverkefninu er stjórnað af sameiginlegu fyrirtæki um vetni og vetnisrafala (FCH JU), sem er samstarf opinberra og einkaaðila studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Vetnisstefna ESB, sem samþykkt var í júlí 2020, miðar að því að flýta fyrir þróun vinnsluaðferða á vetni. Nær öll aðildarríki ESB viðurkenna mikilvægi hlutverks vetnis í innlendri orkunýtingu og til að standast loftslagsáætlanir 2021–2030. Um helmingur ríkjanna hefur skýr vetnistengd markmið, sem beinast fyrst og fremst að samgöngum og iðnaði. Ráðið samþykkti niðurstöður um vetnismarkað ESB í desember 2020, með áherslu á endurnýjanlegt vetni fyrir kolefnislosun, endurheimt og samkeppnishæfni.

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...