Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erfðatæknin gæti bjargað banananum
Utan úr heimi 28. mars 2023

Erfðatæknin gæti bjargað banananum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bananar eru vinsæl ber og heimsframleiðsla á þeim hátt í 150 milljón tonn á ári. Nánast öll þessi milljón tonn eru bananar af sama yrkinu sem kallast Cavendish. Við erum því í raun öll að borða sama bananann.

Sveppurinn FR4 hefur lengi ógnað bananarækt í heiminum og jafnvel talið að hætta þurfi ræktun þeirra eða draga verulega úr henni. Nýjar rannsóknir í erfðafræði lofa góðu og geta hugsanlega komið uppáhalds bananayrkinu okkar til bjargar.

Þrátt fyrir að það finnist yfir þúsund yrki af bönunum er nánast eingöngu eitt sem er fáanlegt í verslunum hér á landi og víðast á Vesturlöndum, enda ríflega 90% af öllum bönunum í boði. Cavendish er hluti af daglegum kosti hundruð milljóna manna.

Cavendish er frá Kína

Yrkið er gamalt og kemur upprunalega frá Kína. Ræktun þess var almenn um 1950 og tók það við af yrkinu Gros Michel sem var óræktunarhæft vegna sveppasýkingar sem lagðist á rætur plantnanna og kallast Pananaveiki.

Cavendish-bananar þykja ekki jafn bragðgóðir og Gros Michel en líf- og geymslutími þess er lengri.

Sveppasýking

Yrkið Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarinn áratug. Ástæðan er Fusarium sveppur sem hefur breiðst hratt út og drepur plönturnar.

Útbreiðsla sveppsins hófst á Fiji- eyjum og barst þaðan um Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda.

Sveppurinn, sem kallast Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4, hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Taívan. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni og yfir til Mið-Ameríku.

Helsta ástæða hraðrar útbreiðslu sveppsins er sögð vera alþjóðleg verslun og flutningur á bönunum milli landa. Á sama tíma og sýking vegna sveppsins breiðist út hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðinn fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish.

Innanrotnun

Fusarium TR4 lifir í jarðvegi og smitast með æðakerfi bananaplantna og veldur því að þær rotna innan frá. Eftir sýkingu dregur verulega úr uppskeru og drepast plönturnar vanalega á innan við þremur árum. Sveppurinn hefur því valdið ræktendum miklu tapi og þar sem ekki hefur fundist leið til að vinna á honum eftir að hann finnst í jarðvegi þarf að hætta bananaræktuninni. Stórfyrirtæki og bananabarónar leysa það með því að flytja ræktunina annað en flutningunum fylgir að fella þarf náttúrulega skóga og brjóta nýtt land undir nýrækt á bönunum. Smábændur hafa sjaldnast möguleika til þess og sitja því eftir með sárt ennið og þurfa að finna sér aðrar tegundir til ræktunar.

Tilraunir með erfðatækni

Fyrirtæki sem þekkt er fyrir umfangsmikla bananarækt í Mið- Ameríku og víðar um heim hefur á undanförnum árum gert tilraunir með að erfðabreyta Cavendis og öðrum yrkjum til að þola sýkingu sveppsins og ræktun þeirra á tilraunaökrum í Hondúras. Niðurstöður rannsóknanna og kortlagning erfðamengis bananaplöntunnar lofa góðu og vísbendingar eru um að búið sé að finna gen sem aukið gætu mótstöðu þeirra gegn sveppnum.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...