Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Mynd / smh
Fréttir 26. mars 2020

Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?

Höfundur: ghp

Fæðuöryggi þjóðarinnar er umfjöllunarefni innslags á Hlöðunni - hlaðvarpi Bændablaðsins.

Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki breyst - við þurfum að borða.

Í skugga kórónuveirunnar hafa borist fréttir af lokun landamæra, hnökrum í vöruflutningum og yfirvofandi framboðsskorti í matvörubúðum. Við verðum kannski örlítið hrædd og förum jafnvel að hamstra.

Í þessu innslagi er rætt við talsmenn tveggja mikilvægra hlekkja í framleiðslukeðju matvæla hér á landi. Annars vegar Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann Bændasamtaka Íslands, og hins vegar Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.

Við spyrjum: Er til nóg af mat? Geta frumframleiðendur hér á landi uppfyllt fæðuþörf þjóðarinnar? Getum við búist við einhverjum breytingum á framboði matvæla í verslunum?

Hægt er að hlusta á innslagið hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.