Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Enniskot
Bóndinn 7. desember 2020

Enniskot

Þóra er fædd og uppalin í Enniskoti. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga og haft gaman af því að sinna búverkum. Eggert er fæddur á Akureyri en uppalinn á Laugum í Reykjadal. Hann var mikið í sveit þegar hann var krakki og í vinnumennsku þegar hann varð eldri. Þóra og Eggert fluttu árið 2015 í Enniskot og tóku svo við búinu af föður Þóru 2018. 

Býli:  Enniskot.

Staðsett í sveit:  Víðidal í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Þóra Björg Kristmundsdóttir og Eggert Örn Kristjánsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þrír synir, Helgi Freyr, 10 ára, Kristján Ingi, 4 ára, Arnar Friðrik, 1 árs, 3 hundar, Bessi, Tryggur og Týr.

Stærð jarðar?  Jörðin er um  290 ha og þar af rúmir 60 ræktaðir.

Gerð bús? Blandaður búskapur og smá verktaka.

Fjöldi búfjár og tegundir? 140 nautgripir,  holdakýr og kálfar, 115 kindur, 24 hross og 16 endur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Við erum bæði í skólaakstri á veturna, svo við byrjum nú flesta daga á því að koma börnunum í skólann. Þegar það er búið þá er kannski fengið sér einn kaffibolli og einhverja næringu áður en við förum að líta eftir dýrunum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er nú misjafnt hvað okkur finnst skemmtilegast. Þóru finnst skemmtilegast að velja sér  ásetninga og sauðburðurinn en Eggert finnst nú best að vera bara í traktornum. 

Leiðinlegast, það er sennilega að moka út úr andakofanum. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?  Kannski svipaðan dýrafjölda, bara með enn betri aðstöðu.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum að það séu mikil tækifæri í aukningu á nautakjötsframleiðslu með kynbótum á holdastofninum.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og haframjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Gamla góða lambalærið með brúnni sósu, sultu, kartöflum og baunum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar miðjuguttinn okkar stakk af rétt rúmlega eins árs (var farinn að labba 10 mánaða og hlaupa 12 mánaða) eftir að hafa verið með okkur úti að brasa. Svo tökum við eftir því að hann er ekki með okkur og allir fá sjokk og fara að leita! Við leitum og köllum á hann en ekkert svar og allir orðnir mjög stressaðir. Þá allt í einu fer pabbi hans að horfa hærra og sér að litli kútur er hæstánægður uppi í gömlum Zetor, sem var úti á túni, að leika sér.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...