Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit.
Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit.
Fréttir 12. desember 2019

Enginn átti von á svo víðtæku rafmagnsleysi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það hafa víða verið vandræði vegna rafmagnsleysis og bændur á þeim svæðum þar sem rafmagn datt út hafa mátt hafa sig alla við, þetta hefur verið mikil vinna og erfið,“ segir Arnar Árnason formaður Landssambands kúabænda og bóndi á Hranastöðum í Eyjafjarðarsveit.

Afleiðingar óveðurs sem gekk yfir landið í gær var víðtækt rafmagnsleysi m.a. í Skagafirði, í Svarfaðardal og Hörgárdal og einnig austur um land. Blöndulína datt alveg út og Kröflulína hékk á bláþræði sökum ísingar.

„Ég held að enginn hafi gert ráð fyrir að afleiðingar þessa óveðurs yrðu svona svakalegar. „Þetta er mjög slæm staða og eitthvað sem menn gerðu ekki ráð fyrir að myndi gerast. Það vissu allir af yfirvofandi óveðri og bjuggu sig sem best undir það, en ég held að enginn hafi átt von á að rafmagn færi af svo víða. Nútíminn gerir ekki ráð fyrir að vera án rafmagns, við erum alls ekki undir það búin að takast  á við langvarandi rafmagnsleysi,“ segir Arnar. Hann telur að þó svo að rafmagnsleysið hafi skapað kúabændum mikla og erfiða vinnu, umstang og vesen hafi tjón af þess völdum ekki verið umtalsvert.

Bændur skiptust á rafstöðvum
Arnar segir að bændur sem voru án rafmagns hafi síðdegis í gær og í gærkvöld verið að vinna í því að fá rafstöðvar heim á bæi og vissi til þess að verið var að selflytja slíka stöðvar á milli bæja, menn voru að fá þær lánaðar hér og hvar og skiptast á.

Arnar segir að þetta kenni mönnum ýmislegt, m.a. að við komust illa af án rafmagns til lengri tíma og sé í raun engan vegin í stakk búið að mæta slíku ástandi. „Þetta kennir okkur að við verðum að styrkja raforkukerfið, bændur verða líka að búa sig betur út heima við, setja upp varaaflstöðvar þar sem það er ekki fyrir hendi og búa þannig um hnútana að álíka staða og nú er komi upp aftur,“ segir Arnar, sem er með varaafl heima á sínum bæ, Hranastöðum, en rafmagn datt einungis út í 10 mínútur á hans svæði.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...