Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 24. nóvember til og með 22. desember 2021 og varðar eingöngu starfsemina að Grensásvegi 8.

Í starfsleyfinu segir: „Rekstraraðila er heimilt að framleiða allt að 20 kg/ári af lyfjaefni (afurð) úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Um er að ræða forvinnslu efnisins og áframhaldandi vinnslu og einangrun lokaafurðar. Starfsleyfi þetta nær ekki til öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með.“

Þar segur einnig: „Rekstraraðili getur falið verktaka með öll tilskilin opinber leyfi að annast verk fyrir sig. Rekstraraðili ábyrgist þó áfram að ákvæðum starfsleyfisins sé framfylgt. Rekstraraðila ber að uppfylla gildandi lög og reglugerðir og haga starfsemi í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir.“

Meðfylgjandi þessari tilkynningu er skjal með öllum umsögnum sem bárust á auglýsingatíma. Umsagnir um starfsleyfistillöguna komu frá 237 aðilum. Umhverfisstofnun bendir á að þetta starfsleyfi er gefið út á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og er til komið vegna lyfjaframleiðslu. Umsagnirnar varða fyrst og fremst öflun blóðs úr fylfullum merum.

Umhverfisstofnun bendir á að starfsleyfið sem um ræðir varðar lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Matvælastofnun er með eftirlit með lögum um dýravelferð. Starfsleyfið felur í sér skilyrði um stjórnun á losun mengunarefna og vöktun. 

Greinargerð vegna útgáfunnar er í fylgiskjali starfsleyfisins sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Starfsleyfið gildir til 13. janúar 2038. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu.

Tengd skjöl:


Starfsleyfi


Athugasemdir og umsagnir vegna starfsleyfistillögu Ísteka ehf.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...