Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd: Ágúst Atlason / vefsíða bandalagsins
Mynd / Ágúst Atlason
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gunnar Gunnsteinsson, í leikstjórn höfundar á Sólrisuhátíð skólans 11. mars í Edinborgarhúsinu. 

Í mars er hefð menntaskólans að halda lista- og menningarviku í umsjá nemenda, en hefur hún verið haldin árlega síðan 1975. Sérstök Sólrisunefnd sér um að skipuleggja viðburðina og mikill metnaður er lagður í þá. Á meðan á hátíðinni stendur má geta þess, að meðal annars er rekið útvarpið MÍ-flugan. (mixlr.com/flugan-2020/

Á Sólrisu eru ýmsar uppákomur alla vikuna en hæst ber uppfærsla leikhóps MÍ sem frumsýnir leikrit í fullri lengd, en það hefur verið árviss viðburður frá árinu 1993.

Verkið „Ekki um ykkur” fjallar um vinahóp sem hittist út á landi í jarðarför eins æskufélaga þeirra – þó lítið sem ekkert samband hafi verið á síðan á unglingsárunum. Að jarðarför lokinni ákveða þau þó að skella sér saman í sumarbústað til að rifja upp gamla tíma en í verkinu er hoppað á milli tveggja tímaskeiða þar sem áhorfendur kynnast hópnum bæði í fortíð og nútíð. Hver kyssti hvern, hver var skotinn í hverjum og svo framvegis.

Alls eru um 20 leikarar í sýningunni, allir nemendur í Menntaskóla Ísafjarðar. Góð aðsókn hefur verið á sýningar en nú fer hver að verða síðastur því sýningum lýkur 19. mars.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...