Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ekki komið upp fleiri riðutilfelli í Tröllaskagahólfi
Fréttir 21. desember 2020

Ekki komið upp fleiri riðutilfelli í Tröllaskagahólfi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Greining riðusýna gengur vel, ekki hafa fleiri riðutilfelli komið upp í Tröllaskagahólfi en sýni þaðan eru í forgangi. Búið er að taka um fjögur þúsund sýni úr Tröllaskagahólfi en faraldsfræðilegar rannsóknir halda áfram. Þó riða greinist ekki í sýnum ber að taka því með fyrirvara því næmi prófsins er 67% og þannig ekki hægt að útiloka frekari útbreiðslu.

Matvælastofnun hefur tekið 3.947 sýni úr Tröllaskagahólfi frá því að fyrsta tilfellið kom upp í haust. Þau skiptast þannig að 170 sýni eru úr kindum sem felldar voru í tengslum við flutninga frá sýktum búum, 1.449 sýni eru úr sláturfé og 2.328 sýni úr fé sem skorið var niður.

Sýnin voru send til greiningar hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Ekki hefur greinst riða í sauðfé frá fleiri bæjum.

Greining á sláturfé úr Tröllaskagahólfi var sett í forgang og er nú lokið. Nú hefst greining sýna úr fé sem skorið var niður á sýktum bæjum til að kanna útbreiðslu innan hjarðanna og reglubundin greining sýna úr sláturfé af öllu landinu.

Matvælastofnun ítrekar að þrátt fyrir að ekki séu vísbendingar um frekara smit innan hólfsins þá er ekki hægt að útiloka það. Meðgöngutími riðu er 2-5 ár og verður tíminn að leiða í ljós hvort riða hefur dreift sér frekar. Rakning fjárflutninga á svæðinu heldur áfram og greining sýna úr kindum sem hafa verið fluttar milli bæja er í forgangi. Tilkynnt verður um smit þegar og ef það greinist.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f