Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekkert hálfkák og sút
Líf og starf 15. nóvember 2022

Ekkert hálfkák og sút

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.

Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði.

Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum.

Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu.

Höfundurinn er fæddur að Kleifum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þingfréttaritari og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn.

Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar.

Bókaútgáfan Sæmundur sá um útgáfuna.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...