Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Danskar eftirlitsstofnanir fundu of mikið magn þrávirkra eiturefna í eggjum. Efnið berst upp fæðukeðjuna í menn og getur valdið neikvæðum heilsufarsáhrifum.
Mynd / Louis Hansel
Utan úr heimi 21. febrúar 2023

Eiturefni fundust í lífrænum eggjum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

PFAS efni (e. per- and polyfluorinated alkyl substances) greindust í eggjum sem framleidd eru í Danmörku.

Orsökin er rakin til fiskimjöls sem innhélt áðurnefnt efni í of háu magni. Áhyggjur eru af neikvæðum áhrifum á heilsu einstaklinga sem neyta lífrænu eggjanna í miklu magni. Sama efni fannst í eggjum sem framleidd eru á hefðbundinn máta, en í minna magni. DTU Fødevareinstituttet greinir frá í fréttatilkynningu.

PFAS efni finnast meðal annars í viðloðunarfríum pottum og pönnum, ásamt vatnsfráhrindandi fatnaði. PFAS efni geta haft neikvæð áhrif á æxlun og eru talin vera krabbameinsvaldandi. Þessi efni eru kölluð þrávirk þar sem þau brotna ekki að fullu niður í náttúrunni og eru mörg ár að leysast upp í líkamanum eftir inntöku. Þetta er dæmi um efni sem berst upp fæðukeðjuna, en í þessu tilfelli var leiðin frá fiskum upp í hænsn og þaðan í fólk.

Umrætt efni fannst í eggjum frá lífrænum eggjaframleiðendum um alla Danmörku í rannsókn sem framkvæmd var af DTU Fødevareinstituttet í samstarfi við Fødevarestyrelsen. Magnið sem fannst er yfir mörkum sem Evrópusambandið setti á matvæli 1. janúar síðastliðinn. Líklegt er talið að sambærilegt hámark PFAS efna verði sett á dýrafóður til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig.

Áður en áðurnefnd mörk voru sett á matvæli er hugsanlegt að PFAS innihald hafi oft náð þeim mörkum sem mældust í lífrænu eggjunum núna. Þessi efni eru skaðvaldar hjá öllum aldurshópum, en sérstaklega er tekið fram að börn á aldrinum fjögurra til níu ára sem borða að meðaltali tvö og hálft egg á viku, innbyrði of mikið magn eiturefnanna, þegar styrkleiki efnisins er sá sem hann mældist núna.

Kit Granby, hjá DTU Fødevareinstituttet, segir fóðurframleiðendur í Danmörku leita leiða til að skipta út fiskimjöli fyrir aðrar fóðurtegundir. Með því ætti magn PFAS í eggjum frá hænum sem innbyrtu eiturefnin að minnka um helming á fjórum til sjö dögum. Granby er bjartsýn á að með því verði þetta tiltekna vandamál úr sögunni.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...