Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Elvar Einarsson á Syðra­Skörðugili reið með hóp af Svíum, Norðmönnum og Finnum ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.
Mynd / Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Fréttir 6. október 2023

Einstök upplifun

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Elvar Einarsson, hrossaræktandi og bóndi á Syðra- Skörðugili í Skagafirði, sækir Laufskálaréttir heim ár hvert.

Elvar, ásamt fjölskyldu sinni, býður upp á hestatengda ferðaþjónustu í Skagafirði og nágrenni og m.a. ferðir í Laufskálaréttir á haustin. Í ár reið Elvar með hóp erlendra ferðamanna til rétta. Í hópnum voru Svíar, Norðmenn og Finnar ásamt framkvæmdanefnd síðasta heimsmeistaramóts sem haldið var í Hollandi nú í sumar.

Elvar segir að dagurinn hafi verið frábær í alla staði. „Það var geggjuð upplifun að ríða í dalinn á laugardeginum, veðrið var algjörlega frábært og það var svo mikil ró yfir öllu.“

Vakið hefur athygli hversu margir mættu ríðandi í dalinn en talið er að um 500 manns hafi verið á baki. „Ég hef aldrei verið á hestbaki í svona stórum hóp og held að jafnvel fleiri en 500 manns hafi verið á baki. Þetta var einn af mínum merkilegustu dögum sem ég hef lifað, dagurinn var í alla staði frábær,“ segir Elvar.

Aðspurður hvers vegna Laufskálaréttir séu jafn vinsælar og raun ber vitni segir Elvar að það sé margt sem heilli. „Náttúran og landslagið í Kolbeinsdal er einstakt. Þar er mikil saga og fjöldi gamalla eyðibýla sem riðið er fram hjá. Að fá tækifæri að ríða með svo stórum hópi knapa og lausra hrossa í rekstri er ekki eitthvað sem er í boði á hverjum degi. Það er mikilfengleg sjón að sjá stóðið koma niður úr Kolbeinsdal og í réttina. Svo eru Skagfirðingar einstaklega góðir gestgjafar og hingað er gott að koma.“

Elvar segir að lokum að þeir bændur og eigendur hrossanna sem reka hross á fjall í Kolbeinsdal og standa fyrir Laufskálaréttum eigi þakkir skildar fyrir að halda í þessa hefð. „Það er ekki sjálfgefið að bændur nenni að standa í þessu og að fá yfir sig fjölda af ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum, við réttarstörf. Frá því að ég man eftir mér þá hafa Laufskálaréttir verið stórviðburður og gleðin verið við völd og verður þannig vonandi áfram um ókomna tíð.“

Skylt efni: Laufskálarétt

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...