Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér sést Gunnlaugur M. Sigmundsson í Ford herjeppanum. Hann hefur átt jeppann frá 2005 og hefur lagt mikla vinnu í að koma honum í sem upprunalegasta ástand.
Hér sést Gunnlaugur M. Sigmundsson í Ford herjeppanum. Hann hefur átt jeppann frá 2005 og hefur lagt mikla vinnu í að koma honum í sem upprunalegasta ástand.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 13. desember 2022

Einn af fyrstu Ford herjeppunum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Gunnlaugur M. Sigmundsson er forfallinn áhugamaður um gamla herjeppa. Flestir tengja þessi ökutæki við framleiðandann Willys, en á meðan síðari heimsstyrjöldinni stóð náði áðurnefndur framleiðandi ekki að anna gífurlegri eftirspurn og því voru þeir einnig smíðaðir af Ford. Hann á einn úr smiðju Ford, árgerð 1941, með lágt serial- númer og því má áætla að hann hafi verið með þeim fyrstu í röð milljóna sem framleiddir voru.

Gunnlaugur keypti Ford herjeppann árið 2005 þar sem hann var í geymslu í hlöðu norður í Eyjafirði. Þá var hann í nothæfu ástandi, en þurfti uppgerð sem Gunnlaugur leysti af hendi eftir að bíllinn hafði verið fluttur í Kópavoginn. Númerið á bílnum í dag er R-2900, sem tilheyrði föður Gunnlaugs, sem átti alveg eins bíl.

Var hjá hernum á Reyðarfirði

Eigendasaga þessa bíls er ekki alveg þekkt, en heimildir herma að fyrst hafi hann átt að fara á vígstöðvarnar í Evrópu, en endað hjá bandaríska hernum á Reyðarfirði.

Eftir að herinn fór voru allavega tveir aðilar sem áttu bílinn á Austurlandi, m.a. Tómas Emilsson og var hann þá með númerið U-73. Þórarinn Einarsson eignaðist bílinn síðar og gaf Pétri Maack Þorsteinssyni bílinn á áttunda áratugnum, en þá var hann ekkert nema bílhræ. Pétur gerði hann alveg upp og þegar hann var settur aftur á skrá árið 1979 fékk hann númerið Y-176, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birtist í 24. tölublaði Vikunnar 1979.

Fyrstur til að gera upp bílinn var Pétur Maack Þorsteinsson. Þegar hann eignaðist Fordinn á áttunda áratugnum var hann ekkert annað en bílhræ. Á níunda áratugnum var jeppinn notaður í kvikmyndir. Mynd / Tímarit.is

Í tveimur kvikmyndum

Pétur rak varahlutaverslun í Kópavogi og var með bíla- verkstæði á Nýbýlaveginum. Reynir Freyr Pétursson, barnabarn Péturs, man ágætlega eftir þessum bíl. Hann segir að Fordinn hafi verið notaður sem leikmunur í tvær íslenskar kvikmyndir á níunda áratugnum, þ.e. Stuðmannamyndina Hvíta máva og hryllingsmyndina Tilbury frá árinu 1987.

Pétur seldi bílinn árið 1988 og voru þrír eigendur að honum áður en Gunnlaugur fékk hann í sínar hendur. Bílnum hafði verið haldið við í gegnum tíðina, en ekki var mikið lagt upp úr að nota varahluti úr réttum bíl – heldur það sem var aðgengilegt hverju sinni. Þar með enduðu til að mynda íhlutir úr nýrri Willys bílum, sem ekki áttu heima í upprunalegum Ford jeppa. Þetta leiddi af sér ósætti þegar safnari keypti bílinn í byrjun aldarinnar í þeirri trú að herjeppinn væri orginal. Áðurnefndur safnari fékk því í gegn að kaupin gengju til baka og eignaðist Gunnlaugur jeppann skömmu síðar.

Skylt efni: saga vélar | herjeppi

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...