Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Í deiglunni 12. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850 hjarðir verið skornar niður á Íslandi, með meira en 200 þúsund fjár. Mörkuð var stefna af hálfu stjórnvalda árið 1986, þegar vitað var um riðu á um 100 bæjum, að freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Árið 2020 voru staðfest riðutilfelli á sex bæjum, annars vegar í Húna- og Skagahólfi og hins vegar í Tröllaskagahólfi. Síðan bættust við tilfelli á þremur bæjum í Vatnsneshólfi og Húna- og Skagahólfi árið 2021 – og nú nýjast í tveimur hjörðum í Miðfjarðarhólfi. Samtals hefur verið skorið niður um 6.500 fjár á þeim tíma.

Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Hún skilað drögum til matvælaráðuneytisins í desember 2021 og nú nýlega tilkynnti matvælaráðherra um breytta nálgun við útrýmingu á riðuveiki með því að beita riðuþolnum arfgerðum.

Ákall bænda er nú hávært um nauðsyn þess að breyta ekki aðeins nálgun við útrýmingu á riðuveiki í sauðfé heldur einnig þeim bótaréttindum sem bændum standa til boða við þær aðstæður þegar þeir eru sviptir sínum bústofni, ævistarfi og ástríðu. Reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar er að stofni til frá 2001 og er samdóma álit þeirra bænda sem rætt er við í 11. tölublaði Bændablaðsins – og lentu í niðurskurði á árunum 2020 til 2023 – að hún sé úrelt.

Viðtal við bændur á Bergsstöðum í Miðfirði

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....