Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dýraríkið í máli og myndum
Líf og starf 4. febrúar 2021

Dýraríkið í máli og myndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér bókina Dýraríki eftir Örnólf Thorlacius. Bókin, sem er í tveimur bindum, er í senn uppfull af fróðleik um dýr af öllum stærðum og gerðum, allt frá örsmáum frumdýrum til stærstu spendýra. Stórglæsilegt rit sem nýtist öllum sem hafa hinn minnsta áhuga á náttúrufræði.

Í bókunum er fjallað í máli og myndum um lífsstörf og líkamsgerð dýra, flokkun þeirra og helstu eiginleika, og sagt frá hegðun og sérkennum fjölda einstakra tegunda. Farið er víða yfir og fléttað saman fræðilegum texta og forvitnilegum frásögnum.

Ástríða fyrir fróðleik

Örnólfur var líffræðingur og kennari og kom víða við og er bæði höfundur margra bóka auka þess sem hann var stórvirkur þýðandi. Dýraríkið er hans metnaðarfyllsta ritverk og ber vitni ævilangri ástríðu fyrir hvers kyns fróðleik tengdum dýraríkinu. Örnólfi entist ekki aldur til að fylgja ritinu eftir til útgáfu og sáu Árni Thorlacius lífefnafræðingur, Lárus Thorlacius eðlisfræðingur og Magnús Thorlacius líffræðingur um að ljúka verkinu en allir eru þeir afkomendur Örnólfs.

Frá einfrumungum til hryggdýra

Ritið hefst á almennri umfjöllun um vettvang og sögu dýrafræðinnar, meginflokkun dýra, lífsstörfum þeirra og líkamsgerð. Síðan er mismunandi fylkingum dýraríkisins skipulega lýst, frá einfrumungum til vefdýra, hryggleysingjum til hryggdýra. Fyrra bindið endar á ítarlegri umfjöllun um fugla og í seinna bindinu er sagt frá fiskum, froskdýrum og skriðdýrum og loks okkar nánustu ættingjum á skyldleikatrénu, spendýrunum.


Ritið er ríkulega myndskreytt og því fylgir ítarleg atriðisorðaskrá.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...