Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dunkur
Mynd / Aðsent
Bóndinn 24. september 2020

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta vetrardag, 26. október 2019. Þeir bjuggu áður í Grundarfirði.

Býli:  Dunkur.

Staðsett í sveit:  Hörðudalur í Dalabyggð.

Ábúendur: Kári Gunnarsson og Berghildur Pálmadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við, börnin okkar þrjú, Martin, 17 ára, Ísey, 8 ára og Snær, 8 mánaða. 

Svo eru það hundarnir tveir, Pollý og Skotti, og kettirnir Reynir og Láki.

Stærð jarðar?  Rúmlega 1700 ha.

Gerð bús? Fjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 ær og fjórir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er svakalega árstíðabundið. 

Haustin fara í fjárrag og smalamennnskur en dagarnir eru einnig notaðir í að klára að gera fjárhúsin tilbúin fyrir veturinn ásamt því að við erum að græja rými fyrir um 200 fjár í hlöðunni og erum að taka hesthúsin í gegn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn og smalamennskurnar eru skemmtilegar. Leiðinlegast er hins vegar að keyra skít úr skítakjallaranum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri ær, fleiri hestar, kannski nokkrar hænur og geitur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Aukin áhersla á hreinar afurðir. Það eru svo eflaust ýmis tækifæri sem mætti skoða frekar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mysingur, ostur og mjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan er alltaf vinsæl og svo tortillapönnukökur með hakki og grænmeti.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allt þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt og margt er minnisstætt, til dæmis úr sauðburðinum. 

Svo var það í sumar þegar Kári keyrði utan í hlöðuhurðina, braut afturrúðu á bíl með fjórhjóli og keyrði yfir símann sinn, allt í sömu vikunni.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...