Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.

Undirritaður var í frekar þröngri stöðu enda margir menn eftir á borðinu og þurfti nauðsynlega að bregðast við með einhverjum hætti. Í 32. leik sá ég færi á snyrtilegri drottningarfórn sem leiðir til máts í einum leik í kjölfarið og auðvitað lét ég vaða á það. Andstæðingur minn gáði ekki að sér og gekk beint í gildruna.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Svartur á leik. 32......Dxh5!! Sem við fyrstu sýn virðist slæmur afleikur, þar sem riddarinn getur drepið drottninguna, sem minn andstæðingur einmitt gerði. Þá á svartur mát í einum leik... Rh3+ og kóngurinn á engan stað til að fara á og er því mát. Hvítur hefði getað sloppið við mátið með því að taka ekki drottninguna, en hann yrði þá manni undir sem oftast endar með tapi fyrir rest.

Íslandsmót skákfélaga fer fram helgina 3.–6. október í Rimaskóla í Reykjavík. Þangað mæta skákfélög af öllu landinu til keppni og reikna má með um 400 keppendum á öllum aldri. Áhugafólki um skák er velkomið að fylgjast með.

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...