Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Aðalsteinn Leifs Maríuson. (t.h.)
Líf og starf 24. júní 2024

Drottningarfórn fyrir mát

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson.

Það er fátt skemmtilegra í skák en að fórna drottningu fyrir mát. Það er þó sjaldgæft að sú staða komi upp og þó nokkur dæmi eru um að skákmenn, sem hafa fengið upp þannig stöðu, missa af því og sjá það ekki fyrr en eftir á, þegar skákinni er lokið.

Aðalsteinn Leifs Maríuson, sem á ættir sínar að rekja í Hlíðskóga í Bárðardal, tefldi stutta en snarpa skák fyrir skákfélagið Goðann á Íslandsmóti skákfélaga í mars árið 2023. Skákin endaði með því að Aðalsteinn mátaði andstæðing sinn í aðeins 15 leikjum, eftir að hafa boðið drottninguna sína á silfurfati í 12. leik. Andstæðingur Aðalsteins þáði hana ekki, enda mjög svo grunsamlegt þegar þú færð svona boð upp í hendurnar. Hann valdi hins vegar ekki besta leikinn í kjölfarið og flæktist í þvinguðu mátneti þar sem hann þáði reyndar drottninguna á endanum, en þá var skákin töpuð.

Þetta var fyrsta kappskák Aðalsteins, en hann hafði fram að því einungis teflt atskákir eða hraðskákir.

Skák þessi vakti þó nokkra athygli meðal liðsfélaga hans því það er sjaldgæft að bjóða upp á drottningarfórn fyrir mát og hvað þá í sinni fyrstu kappskák. Aðalsteinn tefldi aðra ekki ósvipaða skák í október 2023 en reikna má með umfjöllun um hana síðar.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Aðalsteinn Leifs Maríuson (Goðinn) var með svart. Svartur á leik. 12....Dh3! (Hvítur má ekki drepa drottningu svarts þar sem Bh4 er mát) 13. fxe3 - Bh4+ 14. g3 - Dxg3+ 15. hxg3 - Bxg3 mát! Eftir 13. leik hvíts verður tap alltaf niðurstaðan.

Skylt efni: Skák

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...