Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu.
Fréttir 15. október 2022

Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Alþjóðadagur dreifbýliskvenna er 15. október og er af því tilefni haldinn hátíðlegur hjá Sameinuðu þjóðunum.

Dreifbýliskonur eru fjórðungur af mannfjölda heimsins en undir 20 prósent af landeigendum á heimsvísu eru konur. Þar sem konur í dreifbýli víða um heim vinna ólaunaða vinnu er framlag þeirra til atvinnulífsins á landsbyggðinni mjög vanmetið.

Að meðaltali eru konur meira en 40 prósent af vinnuafli í landbúnaði í þróunarlöndunum, um 20 prósent í Suður-Ameríku og allt að 50 prósent eða meira í sumum hlutum Afríku og Asíu. Þrátt fyrir þetta standa þær frammi fyrir viðamikilli mismunun þegar kemur að eignarhaldi á landi, búfé, jöfnum launum, aðgangi að auðlindum, lánsfé, markaði og þátttöku í ákvörðunum. Það að viðurkenna að dreifbýliskonur hafi jafna stöðu, um leið að auka aðgang þeirra að landi og öðrum auðlindum til framleiðslu, fjárfestingum, lánum, þjálfun og upplýsingum mun leggja sitt af mörkum fyrir sjálfbæra þróun.

Með því að bæta líf kvenna á landsbyggðinni er lykill að því að berjast gegn fátækt og hungri. Verði konum veitt sömu tækifæri og körlum í landbúnaði, sérstaklega í þróunarlöndum, gæti framleiðsla landbúnaðarvara aukist um 2,5 til 4 prósent í fátækustu héruðum heimsins og vannærðu fólki gæti fækkað um allt að 17 prósent

Á alþjóðadegi dreifbýliskvenna er slagorðið: „Dreifbýliskonur framleiða góðan mat fyrir alla“ og leggja Sameinuðu þjóðirnar áherslu á að störf þeirra séu hvarvetna viðurkennd og krefjast þess að í dreifbýli verði jöfn tækifæri fyrir alla.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...