Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Deutz – Fahr, tækniframfarir og velgengni
Á faglegum nótum 5. febrúar 2018

Deutz – Fahr, tækniframfarir og velgengni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýsk-ítalski dráttarvéla­framleiðandinn Deuts – Fahr á rætur sínar að rekja til tveggja þýskra fyrirtækja Deutz og Farh sem bæði voru stofnuð um miðja þarsíðustu öld.

Um miðja nítjándu öld stofnaði Johann Georg Fahr sem um áratuga skeið var eitt af helstu framleiðendum bréfabinda í heiminum. Smám saman færði fyrirtækið sig yfir í framleiðslu á landbúnaðartækjum og árið 1870 framleiddi það meðal annars þreskivélar, pressur og mölunarbúnað. Undir aldamótin 1900 framleiddi Farh einnig sláttu- og rakstrarvélar og árið 1911 setti fyrirtækið á markað fyrstu dráttarvélina.

Stofnendur Deutz hétu Nicolaus August Otto og Eugen Langen. Fyrirtækið, sem í fyrstu hét N.A Otto og Cie, var sett á fót 1864 og var fyrsta vélframleiðslufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið framleiddi fyrsta díselmótorinn og á stóran þátt í hönnun fyrsta sprengihreyfilsins auk þess að smíða fyrstu fjögurra strokka bensínvélina. Á fimmtugasta starfsári fyrirtækisins, 1914, voru starfsmenn þess rúmlega fjögur þúsund og árið 1921 var nafni þess breytt í Deutz AG.

Nýjungar og fjöldaframleiðsla

Rekstur beggja fyrirtækja gekk vel og bæði stóðu þau af sér fyrri og seinni heimsstyrjöldina í skjóli þess að framleiða stríðstól. Fahr hélt áfram að framleiða dráttarvélar og ýmiss konar landbúnaðartæki og Deutz hélt áfram að vera leiðandi í nýjungum í dráttarvélaframleiðslu. Árið 1937 hóf fyrirtækið fjöldaframleiðslu á eins strokka smátraktorum með 11 hestafla dísilmótor og 540 snúninga á mínútu aflúrtaki.

Sem dæmi um trú bænda á Deutz þá voru dráttarvélarnar frá þeim mest seldu traktorarnir í Frakklandi frá 1945 til 1960, þrátt fyrir kala Frakka við Þýskaland eftir seinni heimsstyrjöldina. Á þeim seldust ríflega 15.000 Deutz traktorar í Frakklandi.

Sameining í Deutz-Fahr

Árið 1969 hófu Deutz og Fahr samstarf og um áramótin 1968 og 1969 sameinuðust fyrirtækin í eitt undir heitinu Deutz-Fahr. Um svipað leyti hóf fyrirtækið útflutning á dráttarvélum til Bandaríkjanna.

Árið 1995 keypti ítalski dráttarvélaframleiðandinn SAME Deutz-Fahr með öllu saman fyrir tæpa átta milljarða íslenskra króna sem var talsvert meiri upphæð í þá daga en hún er í dag. Þrátt fyrir uppkaupin hélt fyrirtækið nafninu og gerir það enn í dag. Auk þess að framleiða Deutz-Fahr framleiðir ítalska fyrirtækið, Same Deutz-Fahr, eins og það heitir í dag, einnig Same, Lamborghini Trattori, Hürlimann, Grégoire og Shu-He dráttarvélar í verksmiðjum sínum í Frakklandi, Króatíu, Tyrklandi, Indlandi og Kína.

Fullkomnasta dráttarvélaverksmiðja í heimi

Í upphafi árs 2017 tók þýski dráttarvélaframleiðandinn Deutz-Fahr í notkun nýja dráttarvélaverksmiðju í Lauingen í Þýskalandi. Verksmiðja er líklega fullkomnasta dráttar­vélaverksmiðja í heimi í dag.

Umboðsaðilar SDF í heiminum eru um 150. Þór hf. er umboðsaðili Deutz-Fahr á Íslandi.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...