Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorvaldur Arnarsson.
Þorvaldur Arnarsson.
Í deiglunni 14. febrúar 2023

Deild landeldis nýr þátttakandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Deild landeldis var stofnuð innan Bændasamtaka Íslands síðasta sumar og því verður búgreinin þátttakandi í búgreinaþingi.

Þorvaldur Arnarsson, verk­efnisstjóri hjá fiskeldisfyrir­tækinu Landeldi, er formaður búgreinadeildar­ innar og hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.

Landeldissamtök Íslands (ELDÍS) voru einnig stofnuð síðasta sumar með aðild Landeldis hf., Samherja hf., Geo Salmo, Matorku og ILFS í Vestmanna­eyjum. Undirrituð var viljayfirlýsing á milli ELDÍS og Bændasamtaka Íslands um að vinna sameiginlega að fullvinnslu lífræns úrgangs til áburðarframleiðslu á Íslandi.

„Ég er þakklátur fyrir tækifærið og hef metnað til að gera vel á þessum vettvangi.

Einmitt núna erum við í Landeldi hf. eina félagið í landeldisdeild Bændasamtaka Íslands. Við erum nýkomin inn og deildin í sjálfu sér nýstofnuð, og við erum að vinna í því þessi dægrin að kynna vettvang deildarinnar og Bændasamtakanna í heild fyrir samstarfsaðilum okkar í Landeldissamtökum Íslands,“ segir Þorvaldur um framtíð deildarinnar innan Bænda­ samtaka Íslands.

„Við höfum ekki afmarkað sérstaka málaskrá enn sem komið er fyrir búgreinaþingið, en við lítum á það sem kærkomið tækifæri til að tengjast bændasamfélaginu og vonandi eiga samtal um leiðir til að leggja okkar af mörkum með hvaða hætti sem það kann að vera.

Við lítum á okkur sem bændur þar sem við stundum matvælaframleiðslu á okkar eigin landi og leggjum mikinn metnað í að ná jákvæðum umhverfis­ áhrifum af okkar framleiðslu, vonandi til virðisauka fyrir landbúnaðarsamfélagið allt,“ bætir Þorvaldur við.

Skylt efni: Búgreinaþing

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...